Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 66

Dýravinurinn - 01.01.1905, Page 66
62 Enginn efi er á því, að moskusnautinn mundu vel þrífast hjer á landi, upj) um heiðar og óbygðir. í samanburði við það sem þau eiga að venjast, mundi þeim virðast hjer Gósenland. Hjer væru þau lika laus við skæð- ustu óvini sína, úlfana. Ekki er heldur óliugsandi, að takast mætti að temja þau og rækta, líkt og sauðfje. og að það væri ábatasamt. En hitt er vist, að gengju þau hjer villt á heiðunum, væru þau ágæt veiðidýr. 1 Nor- egi og Sviþjóð hefur á síðuslu árum vaknað mikill áhugi á því, að flytja inn þangað moskusnaut, En miklu betur liggur þó ísland við þeim inn- flutningi, af því að hingað er vegurinn svo stuttur frá heimkynni dýranna. P. G. TJm myndirnar, allormsstaðarskóguh i Suður-Múlasýslu ei' vafalaust fallegasti skógur á landinu, sem stendur, einkum einkennir svo nefndur Gatna- skógur sig mest frá öðrum skógum landsins, að því leyti, að birki- trjen standa nokkurn veginn bein með nokkru millibili. og einn stofn ve\ upp af hverri rót. Það óprýðir mest aðra skóga, að margar hríslur vaxa upp af sömu ról og mynda þannig þjetla smárunna, en fyrir það verða hrislurnar smávaxnar og kræklóttar. En þetta mætti laga. ef eigendur þeirra fáu smáskóga, sem eftir eru, ljetu höggva burt alla smáanga og kræklótta í upjjvextinum. og skildu eftir fallegasta stofninn svo hann gæti einn notið næringar frá rótunum, eða tágunum, sem seilast langt út frá trjenu, til að ná næringu úr jörðinni handa þvi. Myndirnar tvær, sem eru að framan, eru af birkihrislum í Gatna- skóginum; hæðina vitum vjer ógjörla, en nærri því má fara, þegar fólkið, sem situr undir trjenu, er haft fyrir mælikvarða. Skógfræðingur Flensborg segir að hæðsta hrislan, sem hann hefur sjeð í Hallormsstaðarskógi sje I2V2 alin. Óskandi væri, að myndir þessar vektu tilfinningar manna fyrir því, hve skógarnir eru fagrir, og kveiktu áhuga hjá þeim til þess að klœða landið. ★ ★ ★ ★ ★ * ¥ ¥ ¥ Nýlega stóð í Reykvísku blaði svo látandi auglysing: »Egg allra ís- lenzkra fugla kaupir N. N. Eggin verða að vera óskemd, dúnn með and-

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.