Jólabókin - 24.12.1920, Síða 18
16
til barnsins í jötunni, — hans, sem var Freslari heimsins,
sigurvegari syndarinnar og dauðans.
Stjarnan er Guðs heilaga orð.
Það leiðir aldrei afvega, þegar við hlýðum því í trú.
Farðu eftir því — og þú munt finna barnið í jötunni.
Og þegar þú hefir fundið það, þá fylg þú því frá
Betlehem til Golgata; fylg þú Frelsaranum í kærleik
hans til mannanna og í takmarkalausu trausti hans til
hins himneska föður. Og þegar þú ert kominn með
honum um Sársaukaveginn til Golgata, þá tak þú kross-
inn þér á herðar, þann kross, er Guð réttir þér.
Nú leit Förumaðurinn blíðlega og hræður á kon-
unginn.
Vegur lífsins liggur ekki til himins fyr en eftir að
vegur krossins er honum sameinaður. Og Himinvegur-
inn liggur um Golgata — einnig fyrir þig, herra konungur.
Og fyrirheit um Paradís fáum við ekki, fyr en við
komum til Golgata, eins og ræninginn — og í raun og
veru erum við allir ræningjar, er unnið höfum til eilífs
dauða. En frá -Ðetlehem liggur leiðin, um Golgata til
Paradísar. — — —
Förumaðurinn talaði af kunnugleik um vegina, eins
og hann hefði sjálfur verið við jötuna og krossinn; og
hann hóf skýru og blíðlegu augun, eins og sá, er eygir
leiðar-endann við himins' hlið og þráir sjálfur þangað. —
Og þar heima munum við ekki að eins finna Hann
í hvers fótspor við reyndum að feta, heldur og alla vini
vora, er gengu hinn sama veg. Þar munt þú einnig,
herra konungur, finna hana, sem þú nú harmar og þráir
svo heitt. Þá þarft þú ekki framar að láta þér nægja
að eiga hana að eins í endurminningunni, heldur fær þú
þá aftur að horfa í blíðu augun hennar, heyra hugþekk