Jólabókin - 24.12.1920, Síða 23

Jólabókin - 24.12.1920, Síða 23
21 þá skal eg sjálf koma þér upp til efri bygða«. Tók hún hana síðan við hönd sér og leiddi hana að stóru hliði. Laukst þá hliðið upp og er stúlkan stóð beint undir því, þá kom yfir hana dynjandi gullregn og festi á henni alt gúllið, svo að það þakti hana alla að utan. »Þetta skaltu eiga«, mælti frú Hulda, »fyrir það, að þú hefir verið iðin«; og um leið fékk hún henni spóluna, sem dottið hafði niður í brunninn. Eftir það laukst aftur hliðið og í sama bili var stúlkan komin aftur ofan jarðar, ekki langt frá húsi móður sinnar, og er hún kom inn í hús- garðinn, þá sat haninn á brunninum og galaði: » Kýkeleký, þar kemur aftur gullvíf og fögnum vér því!« Fór hún þá inn til móður sinnar og með því að hún var alþakin gulli, þá var henni allvel tekið af henni og systurinni. Nú sagði hún frá öllu, sem fyrir sig hefði komið, og er móðirin heyrði hvernig hún hefði eignast þennan mikla auð, þá vildi hún að ljóta og lata dóttirin hrepti sömu hamingju. Henni tjáði því ekki annað en að setj- ast hjá brunninum og spinna, og til þess að spólan

x

Jólabókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.