Jólabókin - 24.12.1920, Qupperneq 28
26
dag og slepti þér aftur, án þess að óska mér nokkurs
hlutar. Konan mín segir, að ég hefði átt að óska mér
einhvers. Hún getur ekki verið lengur í kofanum okkar.
Hún þyrfti betri bæ«.
»Farðu heim, maður minn, ósk konu þinnar er upp-
fylt«, sagði fiskurinn.
Sjómaðurinn fór heim til sín. Og konan hans var ekki
í gamla kotinu. Hún sat í dyrunum á nýjum bæ og var
mjög ánægð. Tók hún í hönd bónda síns. leiddi hann
inn og sagði: »Komdu nú og sjáðu, hvort nýi bærinn er
ekki betri en sá gamli«.
Bóndinn fylgdist með konu sinni inn. Varð nú fyrir
þeim falleg dagstofa. I henni var fágaður ofn. Svefnher-
bergi var prýðilegt. Eldhúsið var ágætt, og í því. voru
leirílát og koparáhöld. Alt var þetta nýtt og af beztu
gerð. En útifyrir var garður, og voru þar hænsn og
hænuungar. Og við hlið þessa garðs var annar garður.
Þar uxu ávextir, og þar óx kálgresi.
»Lýttu nú á«, sagði húsfreyja, »er þetta ekki gott og
blessað?«
»Ojú, meðan það er nýtt verður þú ,ánægð með það,
en svo skulum við sjá hvað skeður«, sagði bóndinn.
»]á, sjáum hvað setur«, mælti konan.
Hálfur mánuður leið, og bóndi var mjög ánægður,
þangað til kona hans gerði honum bilt við og mælti:
»Þegar að er gætt, bóndi sæll, þá er þetta einungis kot-
bær. Við þurfum stærri bústað og víðáttumeira land.
Ef fiskurinn er í raun og veru konungssonur í álögum,
þá gæti hann látið okkur fá stærra hús. Eg þrái meira
en alt annað að eiga heima í steinkastala. Finn þú fisk-
inn að máli, og bið þú hann að byggja okkur kastala«.