Jólabókin - 24.12.1920, Síða 31
29
-ungur, þá langar mig til að verða drotning. Og farðu
jiú og segðu fiskinum það, sem eg segi«.
»Þetta er óþarft, kona! Eg get þetta ekki«.
»Hví skyldir þú ekki geta það? Vertu góður eigin-
maður. Farðu nú strax. Eg má til að verða drotning!«
Bóndinn lagði af stað hryggur í huga. »Þetta er ekki
rétt«, sagði hann við sjálfan sig. »Þetta er rangt«. En
•hann hélt áfram. Og er hann kom að ströndinni, sá
hann að sjórinn var ókyrr og dökkur á að líta. Bárurn-
ar brotnuðu við ströndina og létu óðslega, eins og þær
væru reiðar. En bóndinn sagði hóglátlega:
„Við þig eiga vil eg tal,
vinur minn í flyðrusal,
Isabella óskar. þess,
er óttast eg að setja í vess!“
»Hvað þá?« rumdi fiskurinn, er hann kom upp úr
sfónum.
»Ekki er hún ánægð!« sagði bóndi. »Nú vill hún
verða drotning«.
»]æja þá, farðu heim. Hún verður drotning«.
Þegar fiskimaðurinn nálgaðist heimkynni sitt, var kast-
alinn horfinn. En hann sá höll mikla. Hún varð stærrí
og stærri eftir því sem hann kom nær. Á öðrum enda
hennar var turn, og öll var hún skreytt.
Varðmaður stóð við hliðið. Hermenn léku á hljóðfæri
og slógu bumbur. Þegar fiskimaðurinn kom að höllinni,
sá hann að hún var bygð úr marmara. Ekkert hafði
verið til sparað. Húsgögn voru dýr og góð. Gluggatjöld,
rúmtjöld og gólfklæði voru kögruð gulli. Fiskimaðurinn
gekk inn í þetta stóra og veglega heimkynni. Inni sat
kona hans í hásæti. Var það úr gulli og greipt dýrum
steinum. Kórónu bar hún á höfði sér og hafði veldis-
>