Jólabókin - 24.12.1920, Page 42

Jólabókin - 24.12.1920, Page 42
40 III. Ráð sem dugði. Það er einatt þyrnum stráður vegur þeirra manna, er takast á hendur það vandaverk, að stjórna óperu-leik- endum. Söngvararnir, einkum þeir er mikið þykir til koma og álíta sig því geta boðið byrgin, finna oft upp á ólíkleg- ustu .dutlungum og dintum — og það jafnan þegar verst gegnir. Leikhússtjórinn verður ætíð að vera við öllu bú- inn, og aldrei má hann verða ráðþrota. Það var einhverju sinni er frú Gerster söng í St. Louis, að hún sendi skyndilega boð til leikhússtjórans um að hún væri lasinn og gæti því ekki sungið hlutverk það, sem henni var ætlað í »Lucia«, er leika átti um kveldið. Leikhússtjórann grunaði þegar að hér væru brögð í tafli og krafðist læknisvottorðs, »til þess að geta friðað áheyrendurna«. Frú Gerster neitar að láta lækni skoða sig, — kvað það vera ósvífni af leikhússtjóranum, að taka ekki orð hennar trúanleg. En hann sat fastur við sinn keyp, sím- aði eftir lækni og sendi hann til söngkonunnar. Læknirinn bað hana að lofæ sér að sjá í henni tung- una. Hún neitaði því og fór í fússi út úr herberginu. En um leið og hún fór, rak hún tunguna út úr sér við nefið á honum, og sagði: »Þarna er hún!« Læknirinn settist niður og skrifaði rækilegt vottorð um það, að á tungunni væru ýms lasleika-einkenni, sem hann tilgreindi og útmálaði með mörgum orðum. — Þegar frú Gerster var sýnt þetta vottorð varð hún

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.