Jólabókin - 24.12.1920, Page 43
41
afarreið og kvaðst mundi syngja um kveldið »að eins til
að sýna og sanna það, hve mikill erkiasni læknirinn væri«_
Læknirinn lét sig það einu gilda — en sendi 60
dollara reikning fyrir skoðunina.
[Etelka Gerster er ungversk söngkona (Sopran) fædd 1855].
IV.
Deethoven og „svínin".
Sá leiði ósiður er gamall — og því miður ekki útdauð-
ur enn, að menn sitja á hljómleikum með háværu skrafi
og skeggræðum, rétt eins og hljóðfæraslátturinn sé ekki
til annars en að breiða yfir skvaldrið og skarkalann.
Þetta verða »hinir smærri postular« listarinnar að gera
sér að góðu. Þeir eru svo háðir hylli áheyrendanna.
En öðru máli er að gegna um »hina stærri« — svo
sem til dæmis Hándel. Og þó er það einkum Beetho-
ven, sem ekki skóf utan af andmælunum gegn þessum
hvimleiða ósið.
Það var eitt sinn er hann var að leika »duett« með
Ries í höll Browns greifa í Wínarborg, að aðalsmaður
nokkur og hefðarkona trufluðu hann með háværum sam-
ræðum. Beethoven lét fyrst sem hann heyrði það hvorki
né sæi. En er þau höfðu skvaldrað um hríð, tók hann
alt í einu viðbragð mikið, þreif í Ries og mælti hátt,
svo að heyrðist um salinn:
»Eg spila ekki lengur fyrir þessi svín«.
Og hann fékst ekki til að spila þar meira, hvernig
sem að honum var farið.
Þetta hefir honum verið lagt út sem ókurteisi. En þá