Jólabókin - 24.12.1920, Síða 47

Jólabókin - 24.12.1920, Síða 47
45 VIII. „Hinn kæri Saxon". Þessi saga er sögð um fiándel, þegar hann var á Ítalíu. ítalir voru svo stórhrifnir af hinum þróttmikla hljóð- færaslætti hans, að þeir gáfu honum gælunafnið: „Hinn kæri Saxon“. Hándel komst þar í kepni við hinn fræga, ítalska, harpsichordleikara, tónskáldið Scarlatti. Var það þó í vin- semd frá beggja hálfu. ítalinn bar venjulega sigur úr býtum í harpsichordslætti, en Hándel í organleik. Nú bar svo við, að Hándel var boðið á grímuball. Og um kveldið þegar gleðskapurinn stóð sem hæst, settist hann við harpsichord og lék á það af slíkri snild, að allir sem heyrðu, urðu stórhrifnir og brutu heilann um það, hver sá meistari væri, er þar væri kominn á meðal þeirra, — því að Hándel var grímuklæddur. Þá bar Scarlatti þar að, líka dulbúinn. Hann gengur að hljóðfærinu og hlustar á um stund. Síðan kallar hann upp og segir: »Annaðhvort hlýtur þetta að vera hinn kæri Saxon — eða skrattinn sjálfur«. Hándel var ekki fullra tuttugu og tveggja ára gamall, er hann hlaut þennan kjarnyrta dóm. [Harpsichord er gamaldags hljóðfæri, mjög líkt því, sem nú er nefnt flygel]. IX. Spohr gerist hornleikari. Louis Spohr var ágætur fiðluleikari og tónskáld. (Fæddur í Braunschweioljl 1784, dó í Kassel 1859). Hann var maður %

x

Jólabókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.