Jólabókin - 24.12.1920, Page 50

Jólabókin - 24.12.1920, Page 50
48 bezt úr garði, nái miklu minni hylli en hinar, sem höf- undinum þótti sjálfum minna um vert. Dæmi þess er meðal annars hið alkunna og vinsæla tag Beethovens, »Adelaide«. Þegar Beethoven var að standa upp frá því að leggja síðustu hönd á tónsmíð þessa, kom kunningi hans inn til hans, og stóð Beethoven þá með handritið óþornað í hendinni. »Sjáðu nú til«, mælti Beethoven, og veifaði örkinni að vini sínum; »eg var að enda við að skrifa þessa lag-ómynd, og það er svo langt frá því, að eg sé ánægður með það, að *eg ætla að stinga því í ofninn, ef nokkur eldur er til að kveikja í því. Látum okkur sjá —« og hann var að sleppa því inn í ofninn, þegar vinur hans greip um hönd hans og bað hann að lofa sér að reyna lagið áður en hann brendi það. Ðeethoven lét það eftir honum. Hinn söng lagið og féll það þegar mætavel í geð. Lagði hann fast að tón- skáldinu að ónýta það ekki, og nú er »Adelaide« að öllum líkindum alþektust allra tónsmíða Beethovens. XI. Þögn! Grétry, frakkneska söngleikaskáldið, var maður vel fyndinn og spaugsamur. Og ekki var honum ótamt að leggja sinn skerf í smáglettur, er svo bar undir. Einhverju sinni er hann var á ferð í Sviss, hitti hann þýzkan barón, sem stakk upp á því, að þeir yrðu samferða. Þegar þeir voru búnir að koma sér fyrir og vagninn var að fara af stað, ætlaði Grétry að byrja samræðu við baróninn og mælti:

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.