Jólabókin - 24.12.1920, Page 52

Jólabókin - 24.12.1920, Page 52
50 XII. Berlioz og listdómararnir. Það er auðvelt að finna að og dæma, einkum þegar rökum er slept. — Það ber eigi sjaldan við, að list- dómarar tæta í sundur tónsmíðar, sem að fegurð og frumleik skara langt fram úr því, sem þeir á sama tíma lofa hástöfum. Allur þorri hinna svonefndu hljómlistar- dómara hefir ekki til að bera tíunda hluta lærdóms eða meðfæddrar listagáfu þeirra manna, sem þeir eru að dæma. Og þar sem svo er varið, kemur tónskáldunum það vel, að geta svarað fyrir sig. Sumir hinna miklu tónsnillinga hafa og verið vel gefnir í þessa átt. Berlioz og Wagner voru sérlega vel ritfærir. Berlioz þótti einkum meinlegur í orðastælum, og Wagner stóð sig vel í blaðadeilum, hvort sem var um hljómlist eða almenn mál að ræða. Berlioz var mjög snjall listdómari. Hafði hann það til að henda gaman að hinum lítilsigldari bræðrum sínum í þeirri grein. Eitt tiltæki hans til þess að sýna fávísi listdómaranna, þótti býsna sniðugt. Hann samdi tónsmíð mikla, sem hann nefndi »Flótt- inn til Egyptalands«. Og á söngskránni taldi hann tón- smíð þessa samda af »Pierre Ducre«, er uppi hefði verið á seyjándu öld. Tónsmíðin var auðvitað í fornlegu gerfi, sem svaraði til þess tíma. Listdómararnir lofuðu á hvert reipi þetta dásamlega og stórmerka verk, sem Berlioz hafði komist yfir. Og þeir gengu svo langt, að þeir tóku til að lýsa æfiferli þessa ímyndaða höfundar. Þegar fagnaðarlætin og lofgreinarnar voru komnar í

x

Jólabókin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.