Jólabókin - 24.12.1920, Síða 55

Jólabókin - 24.12.1920, Síða 55
53 an á asnann; en aftur á móti ef eg segði: Þér eruð asni, þá hvílir hún á yður — og eg vona að háttvirtur dómarinn sé mér samdóma um það«. XIV. Feitur óperusöngvari. Við skiftingu hlutverka í söngleikum ræður einatt meira hvernig raddir söngvaranna eru fallnar fyrir hlut- verkin, heldur en hitt, hvernig vöxtur og útlit þeirra á við persónurnar, sem þeir eiga að leika. Og oft getur það komið spaugilega fyrir. Það er sagt um ítalska óperusöngvarann Luigi La- blache (1794—1858), sem var stór og þrekinn ístrubelg- ur, að hann lék eitt sinn fanga, er átti að hafa verið í fangelsi árum saman við sult og seyru. — og kom inn á leiksviðið syngjandi: »Æ, eg dey úr hungri!« — Áheyrendunum fanst þetta koma illa heim við ístruna, og dynjandi hlátur kvað við um allan salinn, svo að söngvarinn varð að hypja sig burtu af leiksviðinu — við lítinn orðstír. Það er mjög af því látið, hve mikill fyrirferðar og þungur þessi Lablache var. Er svo sagt, að þegar hann var í London, hafi hann látið gjöra sér vagn, óvenju- stórann og rammbygðan, til að ferðast í um borgina, því að venjulegir leiguvagnar þoldu hann ekki, — hann braut niður úr þeim botninn, og var stundum hætt kominn er hann losnaði úr þeim. Einhverju sinni er hann var í Havanna, leigði hann sér vagn til leikhússins. Er hann hafði ekið um stund, brotnaði botninn í vagninum, svo að fæturnir stóðu niður um opið. Okumaðurinn varð einkis var og hélt áfram

x

Jólabókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.