Jólabókin - 24.12.1920, Side 61

Jólabókin - 24.12.1920, Side 61
59 hann hét að reyna að kenna honum á þann hátt, sem honum yrði að meira gagni. Og þótt því miður yrði skammur tíminn sem Pfeiffers þessa naut við, þá á þó hinn sið- aði heimur honum mikla þökk að gjalda fyrir það, að það var hann, sem lagði haldgóða undirstöðu undir hljómlistar-kunnáttu L. v. B. og að hann tók hann, áð- ur en það yrði um seinan, undan harðstjórnarhendi föð- ur hans. En þegar Beethoven var níu ára, fluttist Pfeiffer frá Bonn, með því að honum bauðst lífvænlegri staða ann- arsstaðar. En hann var þá þegar orðinn þess fullviss, að í drengnum bjó listamaður og vildi gera sitt ítrasta til þess, að ekki yrði kastað á glæ því, sem hann hafði reynt að þroska hjá honum. Kom hann honum því fyrir áður en hann fluttist í burtu hjá von Eden, hirðorgan- leikara í Bonn. En Beethoven naut að eins skamma hríð leiðsagnar þessa kennara, því von Eden dó litlu síðar. \Jar honum þá komið fyrir hjá nýjum kennara, Christian Gottlieb Neefe, sem var organleikari við Thomas-skólann í Leip- zig. En svo virðist, sem Beethoven hafi ekki verið í neinu sérlegu uppáhaldi hjá Neefe og Beethoven kveðst sjálfur lítið hafa lært hjá honum. En hvað sem um það er, má þó sjá það á ummælum Neefe um B. í grein er hann reit í »Cramers Magazin« um það leyti, að hann hefir verið talsvert hreykinn af þessum lærisveini sínum. Þar segir svo: »Louis van Beethoven, sonur hirðtenórsöngvarans ]oh. van Beethoven, drengur 11 ára, er gæddur hæfileikum, sem gefa mér von um að hann muni, er tímar líða, verða mikilmenni á sviði hljómlistarinnar. Hann hefir þegar náð mikilli fimi sem pianóleikari og er hraðlæs á

x

Jólabókin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.