Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Qupperneq 29
þá ekki að meta hana að verðleikum. Vér erum sólgnir i
að setja úl á aðra, og leitum með kostgæfni að öllu sem
lcann að vera ábótavant í fari þeirra. Vér gerum oft helzl
til mikið veður út úr smávægilegum yfirsjónum og komum
þess vegna ekki, ef til vill, auga á hið góða og göfuga, sem
er í fari þeirra sem vér eigum meira eða minna saman við
að sælda. Vér æltum og ekki að vera hrædd við að láta
aðdáun vora í Ijós á þvi sem er aðdáunarvert, né að bera
virðingu fyrir þeim, sem eru æðri og göfugri en vér sjálfir.
Því aðdáunarhæfileikinn er einmitt sá hæfileikinn, sem gerir
oss fært að ná þvi þroskastigi, sem þeir standa á, er vér
dáumst að og berum virðingu fyrir. Ef yður hefur lærst að
meta göfuglyndi, þá liaflð þér og stigið stórt skref í áttina
til þess að verða sjálfir göfuglyndir. Heiðrið hið góða og
göfuga, hvar sem það verður á vegi yðar, hvort sem þér
mætið þvi i hinu ytra eða innra: i hugmyndalifi skáldsins,
málarans eða myndhöggvarans, i hinu heilaga líferni hins
heilaga manns eða í miskunnarverkum og kærleika mann-
vinarins. Reynið að koma auga á hið bezta, en ekki hið
versta, i fari sambræðra yðar. Minnist þess, að hver einasli
maður, sem þér kynnist, jafnvel hinn mesti glæpamaður,
hefur fólgið í sál sinni frækorn heilagleikans. Og, ef þér
hlúið að því með ást og virðingu, þá getur það orðið til
þess að veita því vaxtarmagn, það vex þá, blómgast og ber
ávöxt fyr en varir, því að alt hið góða og göfuga vex og
blómgast i sólskini kærleikans. Andi guðs býr í öllum
mönnum, og ef þér sjáið hann ekki, þá er það af þvi, að
augu yðar eru ekki fær um að skynja liann. En, ef
þér viljið sjá guðdómseðlið i hinni miklu fullkomnun sinni,
i Kristi, þá kostið um fram alt kapps um að koma sem
fyrst auga á Iírists-eðlið i jafnvel hinum minstu bræðrum
27