Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Síða 85
byrði sína kallaði ég lil hans í hæðnisrómi: »Þarna kemurðu
þá með sannleikann á bakinu.«
Allir, sem heyrðu orð mín, skellihlógu og ég hló með. En
hann leit raunalega til mín, svo raunalega, að augnaráð hans
gekk í gegnum mig, eins og ég væri lagður í gegn með spjóti,
og sagði:
mÞú skalt ganga út um allan heim og bera sannleikanum
vitni, þangað til ég kem aftur.«
Svo hélt hann áfram og mannfjöldinn á eftir. En ég slóð
eftir agndofa og vissi hvorki í þennan lieim né annan.
Ég gekk inn í liús mitt. Ég hafði engan frið, enga eirð. Eg
gekk úr einu herberginu í annað og undi mér hvergi. Ég fór
svo út og gekk eina af götum Jerúsalemsborgar á enda eftir
aðra, og loksins komst ég út fyrir borgina. En svo brá undar-
lega við. Éað kom alt í einu yfir mig undarlegt myrkur, líkast
eins og þegar Scirocco-vindurinn sveipar svartast um mann
mökkva eyðimerkurmóðunnar. Ég leit upp til að átta mig, en
sá ekki neitt. Ég leit upp til sólarinnar. Hún sást eins og
dökkur blóðhnöttur, en bar enga birlu. Eitthvað ósljórnle^t of-
boð kom yfir mig. Ég bljóp áfram í blindni, eins og ég ætlaði
að flýja myrkrið, þangað til ég rak höfuðið svo fast i eittlivað,
að ég reikaði út af og féll í ómegin. En þegar ég rankaði við
aflur og fór að álta mig, sá ég að ég slóð undir krossi saka-
mannsins, sem ég hafði spoltað um morguninn — sakamanns-
ins — sannleikskonungsins — sjálfs frelsarans.«
Og nú slundi hann svo þungt, að mér heyrðist tién í kring-
um okkur taka undir með stunu hans. Ég sat eins og á nál-
um. Saga hans lagðist á mig eins og farg. Ég var nú orðinn
viss um að maðurinn mundi vera með fullu viti
Eftir litla bið hélt hann áfram og var bás eins og málróm-
urinn kæmi upp úr gröf:
83