Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Qupperneq 20
'
staðhæfing sannfært menn um komu leiðtogans. Hann verður
að »standa og falla« með þeirri kenningu, sem hann llytur.
»Hvernig«, spyr Mrs. Annie Besant í fyrirlestri um komu
mannltynsfræðarans, er hún flulti fyrir skömmu í Queen’s
Hall í Lundúnum, — »hvernig geta menn þekt mannkynsfræð-
arann?« Og hún svarar því og segir: »Menn fá þekt hann
á þeirri kenningu, sem hann hefur að ílytja.« Alt og sumt,
sem þetta bræðralag vorl eða annar félagsskapur fær gert
i þessum efnum, er að eins að fá menn til þess að hlýða
hleypidóma- og hlutdrægnislaust á þann boðskap, sem
hann hefur að llytja.
Þetta er í raun og veru svarið við þeirri spurningu, sem
vér getum gert ráð fyrir að ýmsir muni koma fram með,
sem sé: »Ef menn eiga að geta þekt hinn andlega leiðtoga
á kenningum lians, hver er þá ástæðan til þess að reynt er
að undirbúa komu hans?« Svarið er í fám orðum þetta:
Það er nauðsynlegt að stuðla að því að kenningar hans
verði metnar að verðleikum af samtiðarmönnum hans. Það
er að minsta kosli nauðsynlegt að þeir, sem hlýða á hann,
hlýði ekki á hann fullir mótþróa og hleypidóma. Þvi enginn
fræðari, hve mikill sem hann er, fær notið sín, þar sem
hann mætir að eins hleypidómum og heimskulegu hatri og
ofsóknum. Auðvitað fá kenningar hans rutt sér til rúms fyr
eða siðar, á þvi getur enginn vafi leikið. En það verður ef
til vill ekki fyr en margar kynslóðir eru liðnar undir lok,
hatrið og ofsóknirnar hafa lagt sig, og hann er fyrir löngu
horfinn aftur til hinna ósýnilegu heima. Sannleikurinn er
sá, að vér berum engan kviðboga fyrir því, að allur þorri
manna aðhyllist ekki kenningar hans nokkru eftir daga
hans; en oss langar lil að stuðla eitthvað að því, að sam-
tíðarmenn hans þekki sinn vitjunartíma, svo að liann eigi
18