Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Blaðsíða 24
irnar á, að hatur verður ekki upprætt með hatri en að eins
með kærleika; að samfara andlegri tign er auðmýkt, mildi
og hiðlund; að öll siðbót, sem á að reynast sönn og affara-
sæl, verður að vera reist á sjálfsfórnaranda en ekki upp-
reisnaranda; og að hin sanna göfgi í lífinu er ekki komin
undir hinu ytra, heldur liinu innra gildi.
Þetta eru hin algengu byrjunaratriði; þó verða þau aldrei
of oft brýnd fyrir mönnum, sízt nú á timum. Því nú má
svo heita, að alveg gagnstæðar lífsskoðanir séu efstar á
bugi. A vorum tímum er það eigingirnin og hlífðarlaus
samkeppni, hernaðar- og viðskiftavaldastefnur, sem ráða að
kalla má lögum og lofum með þjóðunum. Á vorum tímum
er það skoðuð sem heilög skylda að halda hverjum réttind-
um vorum fram til streitu og leggja sem mesta áherzlu á
alt hið ytra, á þjóðerni, trúarjátningar o. s. frv. En þegar
að er gáð fer afstaða manna gagnvart hinum andlega leið-
toga eftir því, hverjum lífsskoðunum þeir fylgja. Og ef eftir-
væntingarnar verða ekki leiddar i rétta átt, ef menn fá ekki
gert sér rétta hugmynd um hvernig hinn mikli fræðari muni
koma fram á meðal vor, eru miklar líkur til að vonbrigði
þeirra geti orðið svo mikil, að þeir snúist öndverðir gegn
honum, í stað þess að gerast einlægir fylgismenn hans. En
til þess að menn skuli ekki halda, að það þurfi einhverja
sérstaka þekkingu til þess að geta þekt hinn andlega leið-
toga mannkyn^ins, er hann kemur, þá viljum vér vekja
athygli manna á því, að alt og sumt sem til þess þarf,
er að lesa enn þá einu sinni helgirit vor. Yér þurfum sem
sé ekki annað en kynna oss hin heilögu rit mannkynsins til
þess að geta gengið alveg úr skugga um, hvernig hinir and-
legu leiðtogar hafa komið fram og hverskonar kenningar
þeir hafa flutt. Og þegar vér höfum áttað oss á þessu, er
22