Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Blaðsíða 89
sjálfur farið um allan heiminn, gengið land úr landi og lokið
þannig einni umferð um heiminn á liverri öld. Eg kunni hvert
mál, hvar sem ég kom. Eg rannsakaði alslaðar hinar fornu
lieilögu bækur þjóðanna. Og alstaðar hef ég fundið opinberun
guðs, sannleika hans ritaðan með fingri lians speki og algæzku.
Alstaðar meiri og minni brot af kenningum sannleikskonungs-
ins, hvar sem ég hef farið. Sumstaðar að vísu liulin í hjúpi
líkinga og goðasagna; en á æðri stigum voru þau birt í
háleitri speki, sem að síðustu náði fullkomnun sinni í kenn-
ingu sannleikskonungsins. Og hann var líflálinn fyrir hana.
Og mennirnir hafa undið hana til og umsnúið lienni, rangfært
hana og afbakað alt til þessa dags. Eg hef hlýtt boði hans. Ég
hef leitað og fundið og vilnað. Heiðingjarnir hafa látið mig
óáreiltan. En hetjur kirkjunnar liafa dæmt vitnisburð minn
trúarvillu. I3eir liafa lokað mig inni í píslarklefum rannsóknar-
réltarins, og lagt á mig pislarfæri sín, en ekkert áunnið. Sann-
leikurinn verður ekki píndur til lyga. Þeir hafa rejrnt að svelta
mig til bana í dýílissum sínum, en á hverju máli hefur staðið
hjá mér brauð og ostur, ávexlir og bikar víns. Sannleikurinn
verður ekki svellur í hel. Peir hafa lagt mig á bál, en fjötr-
arnir liafa brunnið utan af mér, og ég hef gengið af bálinu
heill á liófi. Sannleikurinn verður ekki brendur á báli. Þeir
hafa iokað mig inni í ramgerðustu dýflissum, en þær hafa
sprottið opnar fyrslu nóltina, fjötrarnir fallið af mér, og ég
gengið út lieill á liófi. Sannleikurinn verður ekki lokaður inni.
fig ber byrði guðs sannleika — og enginn mannlegur mátlur
er fær til þess að spyrna á móti sannleika guðs og sannleiks-
konungsins lil lengdar.«
Hann hafði talað sig lieitan. Hann varpaði öndinni mæðu-
lega og hélt svo áfram:
»Eg er nú í tutlugasta sinni á ferð minni um heiminn. Og
87