Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Qupperneq 31
hina heilögu návist hans, sjá hann, konung sannleikans,
með vorum eigin augum, þekkja hann, fræðarann æðsta, er
hann áður langt um iiður kemur aftur og gengur um kring
og kennir hér á jörðu«.
Vér höfum i raun og veru engu hér við að bæta, getum
ekki séð, að unt sé að gera lesendum vorum öllu ljósari
grein fyrir hinum háleitu liugsjónum, sem oss her að leggja
sem mælikvarða á líf vort. Vér höfum þegar séð takmarkið,
sem vér æltum nú þegar að fara að keppa að, ef vér
viljum gera oss hæfa til þess að verða þjónar hans, er
hann kemur.
En eins og gefur að skilja, tilheyrir alt þelta einkalífi
bræðralagsins. Hver félagsmaður vor verður að keppa að
takmarkinu eftir þeim leiðum, sem hann álitur æskilegastar
og samvizkan segir honum. En þar eð ritgerð þessi er rituð
fyrir almenning, þá viljum vér fremur snúa oss að þeim
atriðum, sem liggja næst og oss virðist mönnum sé mest
áríðandi að vita deili á, sem sé:
BRÆÐRALAGIÐ SEM FÉLAGSSKAPUR.
Eins og kunnugt er, fá menn, sem eru í félagi með föstu
skipulagi og ákveðnum tilgangi, komið margfalt meiru til
vegar en jafnmargir menn, sem taka ekki höndum saman,
þótt þeir annars starfi að hinu sama, hver út af fyrir sig.
Hver félagsskapur, sem á annað horð verðskuldar að nefnast
því nafni, er sein sérstök, sjálfstæð og vinnandi vera, sem
kann að beila öllum kröftum sinum að þvi, sem hún vill
koma í franikvæmd. Þess vegna verður heilbrigðum félags-
29