Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 79
Gyðing’urinn gangandi.
Eg gekk eftir þjóðveginum og vajr hugsi. Sólin skein í heiði,
og mér var orðið æði heilt og ómólt á ganginum, því að ekki
vægir sólin gangandi manni um hádaginn. Eg var að liugsa
um að taka mér hvíld, ef ég gæti einhverstaðar fundið afdrep
eða forsælu, svo að mér gæti ögn svalað. En það var hvergi
að íinna. Vegurinn lá eftir endalausri, gróðurlausri, sendinni
auðn; það var eins og dauðinn liefði farið yfir hana með log-
andi járni.
Hvergi var mishæð, hvergi skógarlund, hvergi kofa að sjá,
er hæri vitni um mannlega búslaði. Það var alt svo ömurlegl
eins og útlegðin.
Var nokkur von um að ná mannabygðum með þessu lagi?
Lítil var hún, fanst mér. Þó að ég gengi hvíldarlaust og greikk-
aði sporið, svo að svitinn rann ofan eftir mér, fanst mér ég
altaf vera á þessari eyðisléttu miðri. Það er vant að leyna sér,
svona iandslag. Það er eins og það sé lokað fyrir alt útsýni;
þó ekkert skyggi. Það er eins og heimspekin efunarspeking-
anna, sem ekkert geta séð fyrir tómum efasemdum.
Svona hélt ég áfram lengi, lengi, og var orðinn örmagna af
þreytu. Eg var dauður í þorsta. Sólin fór að iækka á lofti og
seig niður í vestrinu. Seinast var komið að sólarlagi. En
77