Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 87
svitann og liorfði í gaupnir sér um stund. Svo hóf hann máls
að nýju:
»Ég sá hann aldrei framar.
Eg skjögraði heim til konu minnar og barna. En ég fann
enga ró heima. Eg varð að fara. Ég varð að kveðja þau. Það
var eins og ósý'nileg hönd hryndi mér áfram — liönd guðs.
Eins og ósýnileg liönd tæki í hönd inér og leiddi mig áfram
nauðugan, viljugan — liönd sannleikskonungsins. Pau urðu
áhyggjufull og spurðu mig, hvert ég væri að fara. Eg gat engu
svarað nema: »Eg verð að fara. Sannleikskonungurinn skipar
mér það«. Þau horfðu á mig með undrun og fáli. — t*au
liéldu að ég væri orðinn hrjálaður. En ég hef aldrei verið
betur öllu viti gæddur en þá. l5au fóru öll að gráta. Og ég
grét líka fögrum tárum. En ég varð að kveðja þau og fara. —
Eg sá þau aldrei framar.«
Hann þagnaði. Ég sat þar agndofa um stund. En svo vakn-
aði eíinn hjá mér, og ég spurði hálf-hikandi:
»Og er þelta sönn saga, sem þú hefur sagt mér?«
»Já, hún er engin dæmisaga, — engin þjóðsaga — enginn
skáldskapur, enginn uppspuni ruglaðra heilabrota, heldur blá-
her sannleikur. Síðan hef ég verið Gyðingurinn gangandi.«
»Og hvernig hefurðu gelað lifað svona öld eftir öld, og verið
þó enn eins og miðaldra maður? Ég skil það ekki. Hvernig
víkur því við?«
»Ég lief ekkert elzt. Ég er alveg hinn sami og ég var þegar
ég lagði fyrst á stað. Ég er eins og sannleikurinn, sem ég á
að vitna um. Hann eldist aldrei, og er æ og að eilífu hinn
sami.«
»Nei, ekki finsl mér það. Mér virðist hann þvert á móti
breytast með ári hverju hér á meðal vor mannanna.«
»Já, sannleikurinn ykkar mannanua — liann er nú ekki á
85