Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 56

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 56
baki í þeim efnum. Hin innri eða æðri fræðsla, sem mönnum gafst koslur á að öðlast í sjálfum launhelgunum, var venjuleg- ast nefnd speki eða leyndardómar, sökum þess að henni var haldið leyndri fyrir öllum, nema þeim, sem skuldbundu sig til þess að lifa heilögu lífi. Eins og að líkindum ræður er ærið viða minst á þessa liuldu fræðslu eða leyndardóma í hinum ýmsu helgiritum þjóðanna. Til dæmis er víða sveigt að lrenni í Nýja lestamentinu, sérstaklega í guðspjöllunum og bréfum Páls postula, sem mælist til þess að menn skoði sig og hans líka sem ráðsmenn yfir leyndardómum guðs (I. Kor. 4, 1). Og þessi ummæli hans verða ekki skilin öðru visi en að honum hafi verið trúað fyrir leyndardómum Kristindómsins eða verið »innvígður«, sem kallað var. Og það er ekki heldur á honum að heyra, að liann liafi getað veitt öllum þeim, sem snerust til kristinnar trúar, undir eins hina æðstu fræðslu. Hann segir til dæmis við Korintumenn, að hann liafi sannarlega ekki gelað talað við þá eins og andlega, heldur eins og holdlega, eins og við börn í Kristi. Þeir liafa ekki þolað megna fæðu, heldur að eins andlegt þunnmeti, mjólk (sjá 1. Kor. 3, 1—2). Og hann segir, að kenning sin hjá þeim hafi ekki verið innifalin í for- tölum spaklegrar málsnildar, heldur í auglýsing anda og kraflar (I. Kor. 2, 4). Þetta verður ekki skilið öðru vísi en að liann hafi birt þeim anda og öfl, eða byrjað á því að glæða hjá þeim áhuga á liinum nýja sið, sem hann var að boða, með því að sýna þeim það, sem vér nú mundum vilja nefna »dul- arfull fyrirbrigði«. Hinni sömu aðferð liafa fleiri braulryðjendur sannleikans beilt á ýmsum öldum til þess að vekja athygli manna á þeim sannindum, sem þeir höfðu að flytja. En Páll postuli bætir svo við: »En vér tölum speki meðal hinna full- komnu, en þó ekki speki þessarar veraldar, . .. lieldur kenn- um vér speki guðs leyndarráðs.« Og i næsta versi gefur hann 54

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.