Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Blaðsíða 94
þinn. Og sem tysaudi eldlluga líð ég frá þér út í dimmuna,
þegar þú bregður blundi og litast um forviða.
Og þegar nágrannabörnin koma og leika sér umhverfis
búsið okkar á stórhátiðum og tyllidögum, renn ég inn i
hljóm hljóðpípunnar, og litra i bjarta þér allan liðlangan
daginn.
Blessunin hún frænka þín kemur þá með hátíðagjafir og
spyr: »Hvar er hann »dengsi« okkar, systir!«
Þá, — mamma, — þá skaltu hvisla að henni, — ofboð
lágl:
»Hann er i sjáaldri augna minna, hann er í holdi mínu
og hann er í sálu minni!«
II. FYIISTU BALDURSBRÁRNAR.
Ó, þessar baldursbrár, — þessar hvitu baldursbrár!
Eg held ég muni eftir þvi, þegar ég fylti lófana fyrsta
sinni baldursbrám, þessum hvítu baldursbrám.
Eg hef elskað sólina, himininn og gróandi gundir.
Eg hef hlustað á þungan árniðinn um niðdimmar nætur.
Einatt liefur sólarlagið á haustin horfið til min og mætl
mér á krókaleiðum um einmanalegar óbygðir, — eins og
brúður, er sveipar frá sér blæjunni til þess að fagna elsk-
buga sínum.
Enn bef ég jafnan Ijúfar endurminningar um þessar fyrstu
hvítu baldursbrár, sem ég lukti lófa minum þegar ég var
barn.
Margra gleðidaga hefur mér auðið orðið á ævinni, og ég
hef hlegið í léttúðugum hóp í vei/luglaumi marga gleðinólt.