Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Síða 50
eftir því sem tækifærin eru betur noluð munu þau koma fleiri
og fleiri, en minnumst þess svo líka ekki síður, að við særum
meistarann með því að særa bræður bans.
Kg ætla að enda mál milt með því að segja ykkur draum,
sem mig dreymdi fyrir nokkru, mér finsl hann einmilt bljóða
upp á þetta efni. Mig dreymdi að mér var gefið gler, sem
bafði þá náttúru, að það dró til sín geisla frá sólunni, þó hún
sæist ekki, og varpaði þeim svo aftur út frá sér, hvar sem það
var sett, svo að jafnvel hinir dimmustu staðir urðu bjarlir,
þegar glerið var borið þangað. Kg skildi drauminn ekki fyrst,
en þegar ég var að sofna næsta kvöld fansl mér vera sagl við
mig: »Svona gler eigið þið öll að verða, draga til ykkar geisl-
ana frá hinni ósýnilegu guðdómssól og varpa þeim úl yfir alt
og alla, sem nærri ykkur kemur, svo þið sjálf verðið eins og
smásólir, sem lýsið upp jafnvel hið dýpsta myrkur þjáninga,
synda og sorga.« Guð gæfi að oss lækisl öllum að þroskast
eillhvað ofurlílið í þessa ált og að við sligum aldrei svo
fæli okkar í þelta liús, að það minli okkur ekki á þessa liá-
leitu köllun okkar og gæfi okkur nýjan kraft til þess að reyna
lil að fylgja henni. Það er ósk mín og bæn fyrir sjálfri mér
og fyrir okkur öllum, því þá böfum við í sannleika búið Kristi
veglegt musteri.
48