Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 78
fylgismenn þeirra lifa. Jafnvel lieittrúuðustu mennirnir vita þá
varla, hvernig þeir eiga að fara að því að lifa eflir siðfræði
þeirra, þar eð aldarháttur og lifnaðarhætlir eru orðnir all
aðrir en þá, er trú þeirra var á blómaskeiði. Þeir taka þá
llestir þann kostinn að halda sem fastast við trúarskoðanir
feðra sinna og rígbinda sig við einhver sérstök trúarákvæði
eða trúarjátningu, sem þektist ekki á meðan trú þeirra var í
blóma, enda þurfti hennar þá ekki við. Svo er trúarþörfin eins
og samgróin eðli mannsins, að fjöldi manna kýs lieldur að
reisa trú sína á ærið vafasömum skilningi og helgiritaskýring-
um skammsýnna og lílt fróðra manna frá liðnum timum en
að hafa enga trú við að styðjasl. En sundrungin í trúarefnum
magnast þá með hverjum áratug. Og, að ekki keinur þá til
trúarstríðs og styrjalda er vafalaust meðfram því að þakka, að
hókstafurinn hefur þá deyft eða jafnvel deytt trúarlífið svo, að
það gelur ekki orðið nothæft verkfæri í höndum andlegrar
þröngsýni.
Á hnignunartímabili hinna fornu trúarbragða, sem voru
fyrirrennarar kristindóinsins, fjölgaði goðunum svo að varla
varð tölu á komið. Nú, á hnignunartímum kristninnar, fjölgar
trúfræðisskýringum og skoðunum, svo að mörgum þykir lil
vandræða liorfa. En þegar goðin voru orðin svo mörg, að
menn vissu varla hvert helzt skyldi tigna og tilbiðja, reis upp
nýr trúarleiðtogi, sem grundvallaði nýjan sið. Og nú, þegar
skoðanirnar eru orðnar svo margar, að menn vita ekki hverri
helzt beri að íylgja, er meiri þörf en nokkru sinni áður á
leiðtoga, sem er fær um að sameina hinar mörgu og helzt til
skiflu skoðanir, byggja brú á milli trúar og þekkingar og færa
öllum þjóðum heim sanninn uin það, að það er að eins ein
trú í öllum trúarbrögðum.
S. Krislófer Pétnrsson.
76