Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 16
10
Næturróður.
IÐUNN
þróaðist á sviðum athafnalífs, bókmenta og félagsmála.
Þetta er öld hins borgaralega frjálslyndis, harðskeytt
öld, en frjósöm og fjölbreytt, trúlaus, nýjungagjörn, for-
vitin og framvirk, heimanfús og áframgjörn. Það var
öld hinna óþrjótandi tækifæra, — vitsins, sem haft var
í heiðri, og vona, sem bundnar voru við jörðina. Hér á
íslandi tekur hún sér menningarlegt og athafnalegt form
í vegum og brúm, mótorbátum og togurum, rafstöðvum
og bifreiðum, ljóðum Þorsteins Erlingssonar og Hannes-
ar Hafsteins, skáldsögum Gests Pálssonar og Þorgils gjall-
anda, stjórnmálabaráttu Skúla Thoroddsens og Ólafs
Friðrikssonar. Þetta er öld alþjóðahyggjunnar, frjáls-
lyndisins og opinna viðskifta, tekniskrar, menningarlegr-
ar og efnalegrar útþenslu og vaxtar.
En þessari öld lauk raunverulega með ófriðnum mikla.
Arin 1918—1929 eru nokkurs konar millileikur, á
meðan þjóðirnar eru að færast yfir á svið ríkiskapital-
ismans. Nú er Norðurálfan skift í fjölda þjóðríkja, marg-
klofin af þjóðernislegum mótsetningum. Hver þjóð leit-
ast við að byggja upp sitt eigið hagkerfi í einangri. „Að
vera sjálfum sér nógur“ er lausnarorðið á allra vörum.
Hver þjóð leitast við að byggja upp sjálfsvarnarhag-
kerfi, sem fyrst og fremst tryggir innlendri framleiðslu
alla markaði landsins. í raun og veru eru þjóðirnar að
byggja upp ófriðarhagkerfi. Þær eru að klæðast í brynju.
Og menn klæðast ekki í brynju af því, að hún sé svo
þægileg flík til að ganga í til daglegra starfa, heldur af
hinu, að menn gera ráð fyrir, að hlífð sé að henni í
ófriði.
Vér erum nú komnir á það, sem nefna mætti þriðja
stig auðvaldsþróunarinnar. Fyrsta stigið markaðist af
ægilegri launaþrælkun og arðráni, hatrammri stéttaskift-
ingu og algeru réttleysi verkalýðsins. Annað stigið mark-