Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 295
IÐUNN
Bækur.
289
í léttúð æskunnar hafði stofnað til fyrir tuttugu árum og á
öðru landshorni, en verður nú að kaupa af sér með stærðar
bankaávísun til þess að bjarga heimilisfriðnum og hveiti-
brauðinu — í bili. Þessi saga teflir á tæpasta vað um senni-
leika, en þar er höf. í essinu sínu — meinhæðinn og misk-
unnarlaus.
Af nokkuð annari steypu eru sögur eins og „Langferð inn
í liðna tíð“ og „Aflandsvindur“. Þar hefir samúð höf. með
persónunum yfirhöndina. Hin fyrnefnda af þessum sögum
segir frá harla vogaðri tilraun, sem einn af broddborgurum
höfuðstaðarins gerir til þess að hverfa tuttugu ár aftur í
tímann og taka upp þann þráð, er þá hafði verið látinn nið-
ur falla. Eg hirði ekki um að greina frá, í hverju þessi til-
raun var fólgin eða hvernig henni reiddi af. En ef nokkurs
staðar er hægt að tala um, að höf. fatist tökin, þá virðist
mér það vera í þessari sögu. Endurfundir og fyrstu samræð-
ur hjónaleysanna og æskukunningjanna á bæ frú Hjálmfríð-
■ar orka að minsta kosti ekki nægilega sannfærandi á mig.
Sagan ris þó í lokin, svo segja má, að höf. komist vel frá
henni. — „Aflandsvindur“, skriftamál gamals manns á bana-
sænginni, sem leiðir í ljós, að þessi sómakarl hefir eitt sinn
stytt manni aldur af ráðnum hug, er ágæt saga, föst i bygg-
ingu, meitluð í frásögn, þrungin heiðnum krafti og forn-
eskju. Ein af allra beztu sögum Jakobs Thorarensen.
Á því er engin hætta, að íslenzkir bókamenn taki ekki vel
á móti þessum sögum. Þeir munu bara heimta meira.
Á. H.
Sigurjón Fri’ðjónsson: Þar sem grasið
g r œ r. Bókaútgáfan Heimskringla. Rvík, 1937.
í bók þessari eru sjö sögur og æfintýri: „Hríðarbylur",
„Stúlkan í steininum", „Eva á Marbakka“, „Af mold ertu
kominn“, „Eg leitaði að orði“, „Spekingurinn í Norðurhlíð“
og „Þar sem grasið grær“.
Það er skemst af þessari bók að segja, að fyrsta sagan
er bezt. Baktjaldið er óveðurslýsing, norðlenzkur hríðar-
bylur í algleymingi, en hið eiginlega innihald sögunnar er
éljagangurinn og vetrarríkið í hjónabandi og heimilislífi
baslarans. Höf. tekst hvort tveggja; myndin, sem hann bregð-
IÐUNN XX
19