Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 293
IÐUNN
Bækur.
28T
ske segja um bókina, að í henni beri malbikið ofurliði hið
íslenzka hraun.
Það er annars léttleikinn, gáskinn, hraðinn í frásögninni,.
sem einkennir þessa bók og á að vera hennar höfuðkostur.
Það er stórborgarbúinn, sem skrifar hana. Hann þarf að-
flýta sér, má ekki dveljast lengi við hvert einstakt fyrirbæri,
hann tekur sér flesta hluti létt, að minsta kosti á yfirborðinu,.
hefir glögt auga fyrir því, sem skoplegt er, og gefur hæðni
sinni lausan tauminn, jafnvel þegar hann er áhorfandi að
beiskum harmleik.
Margt er vel um þessa bók, og sem frumsmíð er hún allrar
athygli verð. Hún er skemtileg aflestrar, en það eru alt af
meðmæli með hverri bók. „Biskupinn af Valladolid" er bráð-
sniðug saga, og svipað má segja um fleiri. Á því leikur ekki
vafi, að höf. er pennafær í bezta lagi. Hve djúpri skáldgáfu
hann býr yfir og hvert erindi hann á inn í bókmentirnar
annað en að draga dár að skákpeðum örlaganna á þessari
jörð, mun framtíðin leiða í ljós. En það er öll ástæða til að
bjóða hann velkominn aftur. Á. H.
Jakob Thorarensen: Sœld og syndir. Sög-
ur. Rvík, 1937.
Það eru liðin átta ár síðan Jakob Thorarensen sendi á
markaðinn fyrsta smásagnasafn sitt: „Fleygar stundir“, svo
það er ekki vonum fyr, að hann gefur okkur nýtt safn. En
á þessum átta árum hefir hann í ýmsum tímaritum birt all-
margar sögur, sem myndu gera stóra bók, ef þeim væri safn-
að í eitt. En höf. hefir bersýnilega ekki verið í efnishraki, er
hann fór að velja í þessa bók, því engri þessara áður birtu
sagna hefir hann lofað að fljóta með. Má vel vera, að ein-
hver lesenda hans og vina sakni þess að mæta þarna engum
þessara gömlu kunningja. En þá er á hitt að líta, að því
ferskara verður nýjabragðið að bókinni. Höf. hefir að þessu
sinni ekki viljað bjóða lesendunum annað en það, sem nýtt
var af nálinni.
Hinar fyrri sögur J. Th. hlutu hinar beztu viðtökur og
ágæta dóma. Ekki þykir mér liklegt, að þessi bók eigi lakari
viðtökum að fagna. Ef á annað borð ætti að leggja út í jafn-
tilgangslítið verk og það hlýtur jafnan að vera, að gera sam-