Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 292
286
Bækur.
IÐUNN
hana einkar hug'ðnæma. Slíkur samruni þessa tvenns er ekki á
annara færi en hinnar vökulu og gáfuðu æsku, hverrar hjarta
er ungt og heitt en heili klár og kaldur. Eins og eðlilegt er
um jafn-ungan höfund, er hann enn undir allsterkum áhrif-
um frá þroskaðri fyrirrennurum. En munið það, lesendur
góðir, sem ef til vill finst þessi áhrif full-áberandi, að væri
snillingurinn H. K. Laxness horfinn af sviðinu, þá hefði þessi
frumsmíð í sagnagerð orðið hvorki meira eða minna en bók-
mentalegur viðburður. Og ef þessi höfundur finnur ekki
sjálfan sig til fulls með aldri og þroska, þá er eg illa svikinn.
Fátt þykir mér trúlegra en að hann eigi eftir að skapa ágæt
verk og sjálfstæð, er fram líða stundir. Á. H.
Hjörtur Halldórsson: Hraun og malbik.
Sögur. Útgef.: E. Ellingsen. Bvík, 1936.
Smásögur þessar, sjö að tölu, hafa áður verið birtar í
dönskum blöðum, en síðan þýddar á íslenzku og safnað í bók.
Upphaflega eru þær því ekki skrifaðar fyrir íslenzka lesend-
ur, enda finst mér þær bera þess ýms merki. Eg á t. d. bágt
með að trúa því, að fyrsta sagan: „íslands er það lag“, sem
augljóslega er bygð á sérstökum atburði, er gerðist fyrir
mörgum árum, en einn mentamanna þjóðarinnar varð til þess
að minna á, ekki alls fyrir löngu, hefði orðið eins og hún er,
ef hún hefði í fyrstu verið skrifuð fyrir lesendur hér heima.
Það kann að vera heimsku minni og dómgreindarskorti að
kenna, að eg get ekki tekið undir það afdráttarlausa lof, sem
sumir gagnrýnendur og bókmentamenn hafa hlaðið á þessa
sögu. Eg get ekki varist þeirri hugsun, að höf. verði þarna
frekar lítið úr stórkostlegu efni. Það væri vissulega verkefni
fyrir skáld að sýna okkur rækilega inn í hugskot mannsins,
sem ráfar viltur, ráðþrota, hungraður og uppgefinn þvert yf-
ir öræfi íslands sólarhring eftir sólarhring. Öll hrikaógn
auðnanna þrumir kringum hann — ísbreiður, tröllagil, jök-
ulelfur, eyðisandar, dauðaþögn og nótt, og hann veit ekkert
hvar hann er eða hvort honum auðnast nokkurn tíma fram-
ar að sjá lifandi veru. En höf. fer yfir þetta alt saman með
sama léttleikanum í stíl og frásögn eins og um væri að ræða
skemtigöngu á malbiki stórborgarinnar. Yfirleitt mætti kann-