Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 204
198
Tveir ritdómar.
IÐUNN
spurningu, hvort sinnaskifti hans og trúarreynsla hefði
gert hann færari en áður til að skrifa um Pál postula.
Að órannsökuðu máli gefa þessir hlutir enga tryggingu
fyrir því, að Fangen — eða hver, sem í hlut ætti —
hafi öðlast réttari skilning á Páli. Það er leiðinlegt að
þurfa að ræða opinberlega slík einkamál sem trúar-
reynslu manns, er enn dvelur mitt á meðal vor. En Ox-
ford-mennirnir og fleiri trúflokkar hafa svo oft og svo
lengi haldið því fram, að „maðurinn, sem tekur sinna-
skiftum“, sé, í krafti sinnar trúarreynslu, sérstaklega
hæfur til að skilja og útskýra kristindóminn, bæði þann
upprunalega og þann, sem kendur er við Pál, að slík-
um staðhæfingum verður að mótmæla. Að minni ætl-
un væri meiri ástæða til að halda fram hinu gagnstæða:
að svonefnd „trúarreynsla“ hindri það, að maðurinn
geti dæmt rólega og hlutrænt um trúarleg efni.
í frásögn sinni styðst Fangen ekki við vísindin, og
sinnaskifti hans tryggja það á engan hátt, að hann geti
skrifað af viti um Pál postula. Eftir er þá sá möguleiki,
að hann skrifi um efni sitt algerlega hugrænt eða eins
og „andinn“ blæs honum í brjóst. Og þar erum vér vissu-
Iega farin að nálgast það rétta. Hin einfalda staðreynd
er þessi, að rithöfundurinn gefur þekkingu og rökhugs-
un langt nef og tekur að „hugsa með blóðinu“. Og vit-
anlega uppgötvar hann, að hann fær fjölmenna fylgd.
Fyrir nokkrum árum, áður en hin menningarlega and-
spyrna var komin í algleyming, var það áhættuspil fyrir
mann, sem umgekst upplýst fólk og vildi vera talinn í
þeirra hópi, að taka slíka afstöðu. Sá, sem vildi skrifa
um Pál postula, var neyddur til að vita eitthvað um
hann. En nú er tfminn kominn að varpa þekkingu og
rökhugsun fyrir borð. Svo finnur rithöfundurinn það út,
að hann hafi fram að þessu „misskilið“ Pál og verður