Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 284
278
Bækur.
IÐUNN
fjörð, Gísli KonráSsson, sem ekki að eins hafa verið „ljós
heimsins" á vegum þeirrar alþýðu, er ól þá og „feldi þá úr
hor“ (Þorst. Erlingsson), heldur líka vitar, sem lýst hafa
langt fram í aldir óborinna kynslóða. Þessar kynslóðir hafa
stundum kunnað að meta störf þessara manna, einkum ef
nógu langt var um liðið frá horfellinum, en sjaldan hafa
menn sökt sér niður í íhugun á æfi og kjörum þessara smáðu
mikilmenna, og það enda þótt sumir þeirra hafi látið eftir
sig drög til sannrar sögu sinnar.
Það, sem Laxness gerir hér, er að skrifa pislarsögu eins
þessa „ljóss heimsins", af sinni venjulegu heitu samúð með
smælingjunum, í sinum venjulega kaldhæðna stíl. Ó. Kára-
son Ljósvíkingur er, eins og fleiri hans líkar, fæddur í lausa-
leik og alinn upp á sveit við kulda og kröm, andlega og lík-
amlega. Með árunum harðnar meðferðin á niðursetningn-
um: högg og pústrar af hálfu sona hússins, afdráttur í mat
af hendi húsfreyju. Slíkar og aðrar orsakir leggja hann að
lokum í kör, fullan meinlæta, unglinginn milli fermingar-
aldurs og tvítugs. Og þó eru meinlætin léttbær í samanburði
við grásvart húm hversdagsleikans og hversdagsgrimdar
fólksins. Samt getur ekkert af þessu murkað andann úr
Ó. Kárasyni Ljósvíkingi. Ekkert bann er nógu sterkt til að
meina honum að læra að lesa og skrifa af bókadruslum, sem
hann verður að fara með sem þjófstolna hluti. Og engin
siðgæðisprédikun, að viðlögðum föstum og flengingum, get-
ur knúið hann til að hætta við að yrkja ljóð í anda rímn-
anna, sem hann hefir getað snapað sér. Mitt í veikleikanum
fer Ijós hans að skína og dreifa birtu í húm hversdagsleik-
ans: sonur hússins verður að fara í smiðju til hans með
biðilsvísur, sem koma að tilætluðum notum, og systir hans,
heimasætan, sem enga fær biðlana, finnur samúð hjá hon-
um og svo mikinn skilning á einstæðingsskap sínum, að hún
les honum jafnvel sjálf sína uppáhaldsbók um lífið og þær
hreinu lútersku ástir, Felscnborgarsögumar. Þessi kynning
þeirra fær að vísu háðulegan enda, en lýsir þó upp tilveru
þessara einstæðinga um stund. Annars eru sólskinsstundirn-
ar fáar í æfi Ó. Kárasonar Ljósvíkings: minning um ferm-
ingarsystur, sem einu sinni tók svari hans, kvæði og rímur
Sigurðar Breiðfjörðs, kynning við annan andans mann, gam-