Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 290
284
Bækur.
IÐUNN
til þess að nokkrar heimskar sauðkindur verði ekki hungur-
morða uppi á fjöllum. Gleðin eftir unnið verk verður jóla-
gjöfin hans.
Van Helmut de Boor, prófessor í Ziirich í Sviss, hefir þýtt
söguna á þýzku, en enn þá hefir hún ekki komið út á frum-
málinu, svo að eg viti. Aftan við söguna er dálítill eftirmáli,
fróðlegur fyrir þýzka lesendur. Bendir þýðandinn á hin
menningarlegu tengsl, er voru milli Þýzkalands og Norður-
landa, þegar hinar suðrænu, germönsku hetjusögur koma
fram í Eddu-kvæðunum. Einnig hafi þýzk hetjukvæði síðar
verið ort eftir norrænum fyrirmyndum. Enn í dag eru hin-
ar norrænu bókmentir mikils virði fyrir Þýzkaland, segir
hann. Æfintýri Andersens eru orðin þjóðareign, „og mörg
norræn skáld, eins og t. d. Selma Lagerlöf og Knut Hamsun,
standa jafn-nálægt oss sem vor eigin skáld“. Þá minnist hann
á Island og skerf þann, er það hefir lagt til heimsbókment-
anna nú á síðustu áratugum. Fer hann mjög lofsamlegum
orðum um Gunnar Gunnarsson og skáldskap hans. f ritum
sínum lýsi Gunnar því, hvernig ísland var og er. Samt sé
Gunnar ekki átthagaskáld. Þótt hann riti um einkenni lands
og þjóðar, hafi það jafnan alment og alþjóðlegt gildi. Mark-
mið hans sé að láta ísland tala til umheimsins.
Jóhann Sveinsson frá Flögu.
Olafur Jóh. SigurSsson: Skuggarnir af
b œ n u m. Skáldsaga. Ragnar Jónsson. Reykja-
vík, 1936.
Eg minnist ekki að hafa séð þessarar bókar getið neins
staðar, og er þó noklcuð langt um liðið, síðan hún kom út.
Furðar mig mjög á þessu, því mörgu er hér hampað, sem á
slíkt síður skilið en hún. Höfundurinn mun enn vera barn-
ungur maður, innan við tvítugt. Á undan þessari bók hafði
hann þegar sent frá sér tvær aðrar, skrifaðar fyrir börn. Man
eg, að þeirra var lofsamlega getið í blöðum á sínum tíma, en
ekki hefi eg átt þess kost að lesa þær. Hér er fyrsta raun-
verulega skáldsaga höf. á ferðinni, og verður að líta á hana
sem frumsmíð hans í þeirri grein. Og þá bregður svo undar-
lega við, að enginn minnist á hana. Er ástæðan sú, að þess-
um efnilega barnabókahöfundi hafi mistekist svo hrapar-