Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 38
32
Alt í lagi.
IÐUNN
— Mér þykir svo gaman að láta mig dreyma um, að
■eg eigi með að sitja hérna.
— Eigið með það. Hvað meinið þér með því?
— Eg meina, að eg hafi leyfi til að sitja í mjúkum
stól í fínni stofu, og að aðrir þvoi gólfin. Helzt vildi eg
reyndar, að enginn þyrfti að gera það.
— Svo þetta er það, sem litlu stúlkuna dreymir um
hérna á stólnum mínum, sagði hann hlæjandi.
Þá stökk Helga á fætur, og hann sá enn fyrir sér,
hvernig augun loguðu um leið og hún sagði:
— Yður finst þetta auðvitað hlægilegt. En þér vitið
ekki, hvað það er andstyggilegt að vera stöðugt að
hirða skít eftir aðra.
— Fyrirgefið þér annars, sagði hún svo. Ekki veit
eg, hvað hún mamma segði, ef hún vissi, að eg væri
að þessu rugli við yður.
— Hún yrði auðvitað hrædd um, að þið mistuð at-
vinnuna, sagði hann, til þess að stríða henni ofurlítið.
Þá leit hún snögglega á hann, en brosti svo, þegar
hún sá, að honum var ekki alvara, og sagði glettnislega:
— Nú verður Helga víst að fara aftur heim í karls-
Eotið.
— Líklega, í þetta sinn, sagði hann þá, um Ieið og
hann fylgdi henni til dyra. Þar tók hann lauslega utan
um herðarnar á henni og sagði: — En við þurfum að
tala meira saman seinna. Getið þér ekki komið til mín
aftur, t. d. í kvöld eftir átta. Eg verð þá hérna.
Helga leit á hann, og það var hik í svipnum.
— A það við? sagði hún svo, lágt.
— En, góða, þér erúð þó ekki hrædd við mig?
— Hrædd við yður, nei, en-------------—
— Ekkert en. Mér þykir gaman að tala við yður,
og eg er dálítið einmana núna.