Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 153
IÐUNN
Andersson færist í aukana.
147
bara einn þessara geggjuðu næturtrúbocSa, sem ekkert
kæmi þeirra sakir við. —
Daginn eftir las Andersson í blaðinu, sér til óbland-
innar ánægju, skýrslu hr. Argusar, þar sem lýst var í
kaldhæðnum tón nóttinni í draugahúsinu, sem að vísu
hafði verið taugaæsandi, en að öðru leyti gersamlega
viðburðasnauð. Að öðrum þræði var greinin skrifuð af
innfjálgri vandlætingu og fordæmdi í eitt skifti fyrir öll
hinar mjög svo varhugaverðu hugmyndir um ósýnilegan
heim og önnur tilverusvið, sem, þótt ótrúlegt mætti þykja
á þessari upplýsingaröld, enn þá grasseruðu meðal al-
múgans. —
Upp úr þessu tók Andersson fyrir alvöru að iðka brell-
una með fljúgandi húsgögn. Hann og Jóhann Friðrik
tóku sér stöðu í einhverri stofunni, eða helzt á gangin-
um, við sinn vegginn hvor, og í fullu dagsljósi hentu þeir
á milli sín stólum, saumaborðum, pottum eða vatnsflösk-
um fyrir augunum á þeim íbúum hússins, sem af tilvilj-
un voru nærstaddir eða komu aðvífandi til að horfa á
sýninguna. En áhorfendunum þótti það ráðlegast, hverj-
um fyrir sig, að segja engum út í frá, hvað þeir höfðu
séð, því annars hefðu þeir bara orðið að athlægi.
Eina nóttina tók Jóhann Friðrik sig til og sótti sjö
stóra og ryðgaða stofuofna, sem geymdir voru í skran-
kompu, rogaðist með þá fram á gang og lét þá síðan
gossa niður aðaltröppurnar, einn af öðrum. Það var eins
og reiðarþruma riði yfir bygginguna, brak og brothljóð
og dynkir, svo húsið nötraði. Fólkið hrökk upp með
andfælum og hélt að byggingin væri að springa í loft
upp. Stigahandriðin kurluð í smátt og viðurstygð eyði-
leggingarinnar blasandi við allra augum.
Andersson hafði smátt og smátt fylst ofmetnaði, sem
spáði engu góðu. Hann sá ekki lengur nein takmörk