Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 250
244
Hvaðanæva.
IÐUNN
suðurvígstöðvunum, en þar telja margir að úrslitahríð-
in muni verða háð. Samkvæmt þessari skoðun er það
misskilningur, að úrslit borgarastyrjaldarinnar velti á
Madrid fyrst og fremst.
Katalonía, ríkasti hluti Spánar, er enn öll á valdi
stjórnarinnar. Þar er miðstöð iðnaðarins á Spáni, og
þar hefir verið skipulögð hergagnaframleiðsla í stórum
stíl. Þá fyrst, er uppreistarherinn hefir unnið úrslitasigra
við Aragon og Teruel, mætti með nokkrum rétti halda
því fram, að nú sæi fyrir endann á styrjöldinni.
En spurningin er fyrst og fremst, hvort uppreistar-
herinn treystir sér til að hefja stórfelda sókn að sunnan.
Það er talið mjög undir veðráttunni komið. Vígstöðv-
arnar liggja þar að miklu leyti hátt yfir sjó, þar sem
vetrarríkið er meira en á láglendinu, og eftir reynslunni
frá síðasta vetri dregur það mjög þrótt úr bæði Mar-
okkómönnum og ítölum. Nú er veturinn að byrja, og
það gerir allar hernaðaraðgerðir erfiðari. Þó er ekki
ólíklegt, að Franco geri tilraun að brjótast gegnum
varnarlínurnar þar. Hann er næstum neyddur til þess,
ekki minst af þeirri ástæðu, að með hverri vikunni, sem
líður, eykst styrkur stjórnarhersins.
Það er ætlun þeirra, sem fylgjast vel með þessum
málum, að eins og stendur hafi stjórnin á að skipa hreyf-
anlegum herstyrk, sem telur um 150 þús. manna — auk
þess herliðs, sem bundið er á hinum ýmsu varnarlínum.
Næsta vor ætti svo að vera unt að auka þenna herstyrk
upp í 500 þús. Þá verður sem sé útlærður mikill fjöldi
liðsforingja, en á þeim hefir fyrst og fremst verið skort-
ur. Til óbreyttra liðsmanna er af nógu að taka.
Þegar svo er komið, ræður spánska stjórnin yfir her,
sem er meðal hinna sterkustu í Evrópu. Við það bætist,
að hergagnaframleiðslan vex óðfluga. Stjórnin hefir því