Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 248
242
Hvaðanæva.
IÐUNN
ingi þeirra er Plinio Salgado frá fylkinu Sao Paulo, þar
sem þýzkra áhrifa gætir mest.
Sögur fara af því, að stormsveitir þessar fái vopn fyr-
ir milligöngu Þjóðverja, ef ekki beint frá Þýzkalandi.
Sömuleiðis hefir fjöldi Brasilíumanna af þýzkum upp-
runa farið til heimalandsins á síðari árum, gengið þar
á pólitísk námskeið og síðan gerst leiðbeinendur og
þjálfarar grænskyrtnanna. Þýzkur stórbanki í Brasilíu,
Banco Alemano Transatlantico, hefir veitt þessari hreyf-
ingu stórlán, sem á að greiðast á árinu 1942. Auðsjáan-
lega er þess vænst, að til þess tíma verði þetta pólitíska
verzlunarfyrirtæki farið að skila arði.
Fyrir skömmu birtist í enska íhaldsblaðinu „Times“
grein, sem vakti mikla athygli víðs vegar um Evrópu.
Þar var skýrt frá því, að nazistarnir hefðu fullkomlega
skipulagt njósnakerfi í Suður-Brasilíu, þar sem Þjóð-
verja gætir mest. Þar tíðkist meðal annars viðskifta-
bönn og svartir listar. Þýzkir skólar fái miklar fjárfúlg-
ur, prófessorar og kennarar séu sendir frá Þýzkalandi,
„föðurlandsfélög" séu styrkt af þýzku fjármagni o. s.
frv. Þá var það og upplýst, að Hitler hefði sent sérstak-
an erindreka til Brasilíu til þess að stjórna þessu áróð-
ursstarfi. Sá heitir Friedrich Thiess.
Með byltingu sinni á dögunum lýsti Vargas Brasilíu í
hernaðarástand, kom á strangri ritskoðun og afnam
málfrelsið. Þúsundum saman voru pólitískir andstæðing-
ar hans lokaðir inni í fangabúðum. Látið var uppi, að
þessar ráðstafanir ættu að gilda til 2. janúar 1938. En
3. jan. á að fara fram forsetakosning í Brasilíu, og það
var á allra vitorði, að forsetaefni Vargas, de Almeida,
var að tapa fylgi, og allar líkur bentu til, að forsetaefni
frjálslyndu flokkanna, de Olveira, myndi bera sigur af
hólmi. Þetta varð að koma í veg fyrir.