Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 112
106
Ekki eru allir drengir dauðir.
IÐUNN
og þeim get eg nú ekki lýst fyrir þér, þú yrðir bara
feiminn og hefðir ekki gott af að heyra slíkt, en frú
’GiIlmore — já, þau hétu Gillmore, James Gillmore verk-
fræðingur, myndarlegasti maður, stór-falleg kona ....
hvað eg vildi sagt hafa, þau höfðu ekki sézt í sex mán-
uði, ho—ho—ho! En það skilur þú nú ekki, og svo eru
til vissar brellur, sérðu, það skilur þú ekki heldur, en
frú Gillmore stóð í þeirri meiningu, að baðklefinn fylgdi
með, þvílík hjátrú, á hálfan þriðja dollar! Hún jós sér
yfir mig um morguninn, en þú getur reitt þig á, að þar
kom hún ekki að tómum kofunum. Og svo fóru þau.
Vilfred var litlu eða engu nær.
— Nei, það er eins og eg segi, skellihló frú Peters,
þú botnar ekki í neinu. Það gerði eg annars ekki heldur
sjálf. En hlustaðu nú á: Eg var nærri alveg búin að
gleyma James Gillmore og konunni hans, en svo rekast
þau alt í einu inn til mín, hérna í mitt eigið hús, í mán-
uðinum sem leið, og með þenna líka indæla krakka
meðferðis. Jim hét hann, og fallegri krakki hefir aldrei
sézt í Milwaukee, það geturðu bölvað þér upp á. Og
við frú Gillmore, við sitjum svona eins og gengur og
röbbum saman, og svo fer hún alt í einu að þakka mér,
þakka mér fyrir krakkann. Hvað er nú á seiði? spyr
eg. Og svo kom hún með það. Hún hafði ekki komist
inn í baðið nóttina góðu, og þess vegna eignaðist hún
Jim. Yes, darling, ho-ho! Ekkert að þakka, sagði eg, en
þarna sjáið þér, það eru til máttugri öfl en þið haldið,
því þegar þið ætlið að leika á forsjónina, þá liggur hún
í baðklefanum og hlær að ykkur.
Og tíminn leið. Það kom sumar, og vetur þar á eftir,
og aftur sumar. Að sumrinu sat Vilfred Larsen á bú-
garði sínum í Alberta, að vetrinum flakkaði hann um