Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 256
250
Bækur.
IÐUNN
and Icelandic Outlaw Traditions, Haarlem, H. D. Tjeenk
Willink & Zoon N. V. 1935.
Hér er nú ekki rúm til að rekja það, sem Guðni segir um
uppruna Bandamanna sögu og Odds þátt Ófeigssonar. Að
eins skal þess getið, að hann hefir þá snjöllu hugmynd frá
Sigurði Nordal, að kaflinn um bandamenn og glettur Ófeigs
karls sé skáldskapur söguhöfundarins og líklega mótaður
eftir Öllcofra-þætti. Með réttu telur Guðni söguna standa
nær leikritsformi en nokkra aðra sögu, enda hefði hann mátt
geta þess, að Gunnar Gunnarsson sneri henni í leikritið
Rævepelsene 1930.
Það skal að lokum tekið fram, að Guðni skrifar frábær-
lega skýrt um sögurnar, og er Fornritafélagið heppið að
hafa hann í flokki útgefenda sinna.
Stefán Einarsson.
íslenzk miðaldakvœSi. Islandskc digte
fra senmiddelalderen. Udgivet af kommissionen
for det Arnamagnæanske Legat, ved Jón Helga-
son. — I. binds 2. hæfte. Köbenhavn, i kommis-
sion hos Gyldendalske Boghandel, Nordisk For-
lag. — MCMXXXVI. Bls. 332.
Innan á kápu þessarar vænlegu bókar getur að lesa þessa
yfirlýsingu: „Iíinni vísindalegu útgáfu íslenzkra miðalda-
kvæða, sem hér hefur göngu sína, er ætlað að vera framhald
af Den norslc-islandske skjaldedigtning (1908—15), hún tek-
ur því engin þau kvæði, sem þar eru prentuð. Hin neðri tak-
mörk safnsins eru bundin við sigur siðskiftanna, þótt útgef-
andi hafi ekki, af ýmsum ástæðum, getað bundið sig við
tímann fyrir 1550, heldur stundum tekið upp kvæði, er til-
heyra næstu ái’um (fram að 1580). Verkinu er ætlað að
fylla þrjú bindi, en fyrsti hluti fyrsta bindis verður inngang-
ur, sem á að koma út að verkinu loknu“.
Það er auðvitað ekki hægt að dæma verkið í heild sinni,
áður en inngangur þessi er kominn fram. En þetta fyrsta
hefti er nægilegt til að sannfæra alla um, að hér er merki-
legt undirstöðuverk á ferðinni, verk, sem í alla staði er þess
vert að skipa rúm við hlið hins víðfræga og mjög skammaða
safns Finns Jónssonar. Því hvað sem líður öllum skömmun-