Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 126
120
Hlutleysið.
IÐUNN
skilyrðin brezku að engu, skreið Bretland aftur inn í
Þjóðabandalagið og tók að undirbúa refsiaðgerðir gegn
Ítalíu. Þessar refsiaðgerðir voru gagnslausar með öllu,
af þeirri einföldu ástæðu, að þeim var aldrei beitt í
alvöru. Og þó að þeim hefði verið beitt til hins ítrasta,.
hefðu þær ekki komið Abyssiníu að gagni, heldur Bret-
um. Þeim var aldrei ætlað að vernda tilverurétt Abyss-
iníu sem sjálfstætt ríki.
Samtímis með íhlutun Bretlands til hagsmuna fyrir
sjálft sig, en með Þjóðabandalagið sem verkfæri, kom.
svo íhlutun Frakklands til hagsmuna fyrir Ítalíu, sem
refsiaðgerðunum var í orði kveðnu stefnt að. Á sama
tíma og árásarríkið Ítalía gat birgt sig upp með alt, semi
það þurfti, kyrsettu Frakkar í Djibuti þær vopna- og;
hergagnasendingar, sem fara áttu til Abyssiníu með'
járnbrautinni til Addis Abeba, en sú járnbraut var f
höndum Frakka, eins og kunnugt er. Undir apríllok.
1936, þegar 259 smálestir af eiturgasi hafði verið flutt
gegnum Suez-skurðinn, krafðist þrettán manna nefndim
(Þjóðabandalagsráðið, að undanteknum ítalska fulltrú-
anum) af alþjóðafélagi Rauða krossins skýrslu um
verkanir eiturgassins. En forseti Rauða krossins, sviss-
neski prófessorinn Max Huber, neitaði að gefa slíka
skýrslu. Það vitnaðist síðar, að prófessorinn hafði fleira
á sinni könnu en íormenskuna í hinu alþjóðlega líknar-
félagi. Hann var jafnframt forseti voldugs iðjufélags, semi
fékk hráefni sín frá Ítalíu og hafði 34 miljónir af fjár-
magni sínu bundið í ítölskum fyrirtækjum.
Og svo komu fram, á meðan hinar svonefndu refsi-
aðgerðir stóðu sem hæst, tillögur þær, er kendar hafa.
verið við þá Laval og Hoare og gengu út á að sundur-
lima Abyssiníu til hagsmuna fyrir nokkur stórveldanna..
Og Laval féll, og Hoare féll, en Mr. Eden kom siglandi