Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 258
252
Bækur.
IÐUNN
að eins hver blaðsíða í þessari útgáfu, heldur og öll fræði-
menska sú, er Jón á að baki sér, ber honum þess vitni, að
hann sé okkar allrabezti útgefandi.
Kvæðunum skiftir Jón í kafla eftir efni. Eru í hinum
fyrsta flokki kvæði um sköpun veraldar, syndafallið, endur-
lausnina og dómsdag. Þar í eru kvæðin: Rósa, Milska, „Písl-
ardrápa", Blómarós, Ljómur*, Kristsbálkur og Gjörði í einu.
Næst koma Kristskvæði og krosskvæði: Máríublóm, Hið
minna Jesúskvæði, Vísur af pínunni Christi, Heyr mig him-
ins og láða, Píslargrátur*, Píslarvísur, Vísur um limina
Christi, Niðurstigningsvísur*, Krossþulur, Krossvísur I* og
II, Helgan kross að heiðra má, Fyrirlát mér jungfrúin hreina,
Krosskvæði og Gimsteinn. Eru kvæði þau, sem merkt eru
stjörnu (*), annað hvort eftir Jón Arason eða eignuð hon-
um. Nokkur kvæði önnur eru eignuð nafngreindum höfund-
um, önnur eru með öllu nafnlaus.
Stefán Einarsson.
Studia iilandica. Islenzk f r æ <5 i-
Útgefandi SigurSur Nordal. ísafoldarprentsmiðja
h.f., Reykjavík, Levin & Munksgaard — Ejnar
Munksgaard — Kaupmannahöfn. 1936.
Það er gleðiefni öllum unnendum íslenzkra fræða, að
heimspekideild Háskólans skuli hafa ráðist í þessa útgáfu
til að afla sér aukins bókakosts með því að fá sérprentanir
og aðrar bækur fræðimanna í skiftum fyrir heftin.
Sá, sem þetta ritar, hefir séð tvö fyrstu heftin, Sagnaritun
Oddaverja, eftir Einar Ó. Sveinsson, og Ætt Egils Halldórs-
sonar og Egils saga, eftir Ólaf Lárusson. Hvort tveggja
ágætar ritgerðir. í hinni fyrri, sem telja má eins konar við-
bæti við hina merku ritgerð Halldórs Hermannssonar, leiðir
E. Ó. Sveinsson ný rök að því, að Orkneyinga saga og Skjöld-
unga saga muni vera til orðnar í Odda á Rangárvöllum,
skrifaðar af einhverjum af ættinni. Enn fremur sýnir hann
úrkynjun ættarinnar, eins og rekja má hana í nafngiftum
þeirra Oddaverjanna á 13. öldinni. — Ólafur Lárusson leið-
ir rök að því, að Egill Halldórsson muni vera kominn í bein-
an karllegg af Agli Skallagrímssyni, og það karllegg, sem
búfastur hefir verið að Borg mann fram af manni. Styrkir