Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 255
IÐUNN
Bækur.
249-
fótur er fyrir þeim. Margt hlaut að lifa í átthögum Grettis
meðal ættingja hans, sem auk þess voru nákunnugir, sumir
hverjir a. m. k., helztu fræðimönnum á Sturlungaöld. Meir
í ætt þjóðsagna er kolbítsbragð það, sem er að Gretti í
æsku, skifti hans við útilegumenn, blendinga og tröll, og þá
ekki sízt draugasagan um Glám, þungamiðja sögunnar. En
frægust meðal fræðimanna er þó frásögnin um viðureign
hans við tröllin í Bárðardal, sökum tengsla hennar við hið
fornenska kvæði Beowulf. Þessi tengsl fann Guðbrandur Vig-
fússon fyrstur manna, en Guðni nefnir tvær skýringar fræði-
manna, hina venjulegustu: að báðar sé runnar af sömu nor-
rænu sögninni, sem þá getur varla verið yngri en frá 16. öld,
eða þá að frumsögnin væri af írskum uppruna. Þess má geta,.
að Eiríkur Magnússon hélt, að sögnin væri komin frá Bret-
landseyjum til íslands (sbr. grein mina: „Wídsíð = Víðför-
ull‘, Skírnir 1936, 110 : 168). Minna má og á það, að nýj-
ustu fornfræðirannsóknir hafa sýnt, að norrænt landnám
hófst á eyjunum vestan hafs ekki síðar en um 780—90, en
það er ekki meir en svo sem þrem til fjórum mannsöldrum
eftir það, að Beowulf er ortur, að flestra manna hyggju.
Merkileg eru líka tengsl þau, er Guðni sýnir fram á, milli
Spesar-þáttar og Haralds sögu haröráSa í Morkinskinnu,
ekki sizt vegna hins sérkennilega velsæmisviðhorfs, sem rikir
bæði í þessum tveim ritum og líka í Grettlu, eins og Guðni
bendir á (bls. xiii). Mér er grunur á því, að til Haralds harð-
ráða og hirðar hans megi rekja heldur ókirkjulegt viðhorf
til feimnismálanna svokölluðu; mun hann hafa sótt það til
Miklagarðs, en það lifir í sagnhring þeim, sem um hann
myndaðist. Þó að sjá megi þetta þegar í þáttum Morkin-
skinnu, þá er augsýnilegt, að á hefir gætt „ósómann“ á 14.
öldinni; menn taki eftir viðaukunum við Sncglu-Halla þátt í
Flateyjarbók. Og á þeirri leið er Grettis saga sjálf, þótt
minna beri á því, Ölkofra þáttur og Bandamanna saga. —
Guðni sýnir mjög skilmerkilega, að Grettla muni samin ein-
hvern tíma á árunum 1300—1320, í Húnaþingi, og líklegast
af Hafliða presti Steinssyni í Vesturhópi.
Af bókum, sem eg sakna í formála Guðna, skal eg að eins
nefna J. de Lange, The Relation and Development of English-