Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 214
208
Hvaðanæva.
IÐUNN
íftir hinni sósíalistisku borðbæn og segðu: ,,Þeim, sem
með ólaunaðri vinnu sinni hafa gefið mér tækifæri til
mentunar og makindalífs, til gleði og vaxtar og skiln-
ings — dýrustu verðmæta þessa lífs — þeim, sem með
ólaunaðri vinnu sinni hafa veitt mér þessi gæði, vígi eg
orku þá, er eg legg í starf mitt“.
Þetta, sem eg nú segi, á að vera meira en líking eða
áferðarfallegt orðagjálfur. Eg bið yður um að reyna
að skilja, að í heimi vorum er það bjargföst staðreynd,
að rithöfundarnir geta ekki komist af án fæðis, klæða,
húsnæðis, pappírs, ritvéla og margháttaðra þæginda
annara. En þetta gætu þeir ekki fengið, ef ekki væru
menn, sem þræla í verksmiðjum, námum og höfnum
fyrir lélegu kaupi, jafnvel konur og börn, sem slíta sér
út í verksmiðjum fyrir hungurlaun. Þegar kreppan kem-
m, verða miljónir manna atvinnulausar og neyðast til
að flakka um landið og betla. Ef til vill flýtur þjóð vor
að feigðarósi, ef til vill er í vændum hjá oss sams konar
menningarlegt hrun og vér höfum getað rakið, skref
fyrir skref, með sumum öðrum þjóðum, fyrst í Ítalíu,
síðan í Þýzkalandi og nú síðast á Spáni.
Aldrei fyr í veraldarsögunni hefir verið jafn-knýjandi
þörf á því og nú, að rithöfundar, mentamenn og allir,
sem menningu unna, skilji og finni til skyldu sinnar og
ábyrgðar gagnvart mannkyninu. Þótt eg væri jafnoki
Dantes að mælsku, væri mér ekki auðið að lýsa þeim
hörmungum, sem vofað geta yfir oss og öllum menn-
ingarþjóðum heims í náinni framtíð. A1 Capone, sem nú
situr á fangaeynni hérna fyrir utan San Francisko, er
hreinasti stjórnvitringur — lærdómsmaður og stjórn-
vitringur — í samanburði við þá menn, sem stjórna
Ítalíu og Þýzkalandi í dag.
Fyrir hér um bil tólf árum síðan voru bækur mínar