Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 189
IÐUNN
Fjórðungi bregður til fósturs.
183
yrkir sér til gamans í frístundum sínum. Hann mun
hvorki gera kröfu til mikillar skáldfræg'ðar né launa.
Davíð hefir notið mikillar skáldfrægðar og hefir af sum-
um verið talinn meðal fremstu skálda þjóðarinnar. Þjóð-
félagið hefir veitt honum sæmileg skilyrði til að rækta
gáfu sína, veitt honum skáldalaun og stofnað handa hon-
um stöðu. Þjóðin hlýtur því að krefjast stórum meira
-af honum en Pétri. Hann verður óhikað til skálda tal-
inn, og ljóð hans verða því vegin á strang-bókmenta-
iega vog. Það er minni ástæða til að taka hörðum hönd-
um á ljóðum byrjanda eða alþýðumanna, sem yrkja sér
til dægradvalar. Hinum fyrnefndu getur með aldrinum
■vaxið ásmegin, enda þótt fyrstu Ijóð þeirra séu ekki
svipmikil né frumleg, og af hinum síðarnefndu stend-
oir engin hætta fyrir bókmentirnar. En það er hættulegt
smekk manna og bókmentunum, þegar skáld, sem hafa
rfengið hefð á sig, eru annað hvort ekki frægð sinni vax-
in eða vanrækja gáfuna eða missa hana, en halda þó
áfram að yrkja, eins og ekkert hefði í skorist. Ung skáld
reyna að feta í fótspor þessara manna og verða fyrir
áhrifum af þeim. En með vondum fyrirmyndum má auð-
veldlega spilla góðu upplagi. A hinn bóginn þarf eng-
inn að óttast, að byrjendur taki alþýðuskáldin sér til
fyrirmyndar. Nú telur Hagalín, að varla sé ungt ljóð-
skáld til, sem ekki standi í þakkarskuld við Davíð. Það
kann vel að vera, að nokkrir nýgræðingar hér á árun-
um hafi tekið Davíð sér til fyrirmyndar, en ekki veit eg,
hve þakkarskuldin verður mikil, því að fæst hinna ungu
skálda hafa getið sér mikinn hróður, og ekki þekki eg
nokkurn af þessum þiggjöndum Davíðs, er verulega
hafi vaxið úr grasi, og bendir það óneitanlega á, að
fyrirmyndin hafi ekki verið sem bezt, og einnig á það,
hve hættuleg tálbeita þau skáld geta orðið byrjöndum,