Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 279
IÐUNN
Bækur.
273
ið er vegna hans; og það, sem gerist í kvæðinu, gerist aðeins
fyrir hans tilstilli. Hann er hinn ósýnilegi foringi. Hinir tólf
eru hinir tólf lærisveinar meistarans“.
Þessar tilfærðu setningar óbundins máls eru úr formála
fyrir þýzku útgáfunni, sem hér er þýddur og prentaður aft-
an við þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Og þar sem ekki er
unt að gefa gleggri hugmynd um þetta stórbrotna kvæði —
sem kvað vera jafn-dáð meðal bolsévíkanna í Moskva og
flóttafurstanna í Paris — en með orðum þessa formála, leyfi
eg mér enn að tilfæra:
„Hinar stuttu, síbreytilegu hendingar, hinar eggskörpu
augnabliksmyndir, hin óbundna hrynjandi, hnykkjótt, syngj-
andi, dansandi, öskrandi — alt endurspeglar hamfarir storms-
ins, snjóbylsins — fárviðri byltingarinnar. Áhrifamiklar,
einfaldar, í fullkominni nekt, standa myndirnar án minstu
fágunar og skáldlegs útflúrs, myndir fullar af sannfæringar-
krafti og mótuðum skýrleika, eins og athafnir og viðburðir
byltingarinnar, í lífi, baráttu og dauða. Með hverri nýrri
hendingu, hverri nýrri mynd skýrist efnið og dýpkar, unz
fullger heildin birtist í mikilleik sínum“.
Hér skal staðar numið. — Bókin er fagurlega úr garði
gerð, með teikningum eftir rússneskan listamann, í stóru
broti (reyndar of stóru), prentuð skýru og feitu letri á svell-
þykkan pappír. Hún er til sóma bæði þýðanda og útgefanda.
Á. H.
Watson Kirkconnell: Canadian over-
t o n e s. Winnipeg 1935.
Höfundur bókar þessarar er prófessor við Wesley College
í Winnipeg. Kunnur er hann fyrir áhuga á íslenzkum bók-
mentum. Mun hann mörgum íslendingum kunnur fyrir þýð-
ingasafn íslenzkra Ijóða, er hann gaf út fyrir nokkrum ár-
um. Nær það yfir íslenzk ljóð frá elztu tímum alt til vorra
daga.
Þessi bók hefir að geyma þýðingar á ljóðum íslendinga,
Svía, Norðmanna, Ungverja, ítala, Grikkja og Ukrainebúa í
Kanada. Auk þess er æfiágrip hvers skálds og dálítill bók-
mentalegur inngangur fyrir ljóðum hverrar þjóðar fyrir sig.
íslendingar taka langmest rúm á þessu ljóðaþingi, og þýð-
18
IÐUNN XX