Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 275
IÐUNN
Bækur.
269
en nokkuð sviplítið og dauflegt. Enginn eldmóður, engin
brennandi umbótaþrá, engar stórar sýnir. Að loknum lestri
sat eg og undraðist, hve lítið þetta rit í raun og veru skilur
eftir í huga almenns lesanda, sem ekki er sérstaklega tengd-
ur þessu skólastarfi. Þá var ólíkt frískari blær og meira af
andríki í Ársriti Laugaskóla um árið, í skólastjóratíð Arnórs
Sigurjónssonar. Eg held, að þetta rit gefi ekki rétta hug-
mynd um héraðsskólana. Svona lognmollulegir og sviplausir
geta þeir varla verið. En svo er líka rétt að muna, að þetta
er hin fyrsta ganga þessa Viðars, er samkvæmt nafngiftinni
ætlar sér það hlutverk að stíga skó sínum í gin Fenris og
ganga af honum dauðum. Alt stendur til bóta. Á. H.
Halldór Kiljan Laxness: Dagleið á fjöll-
u m. G r e i n a r. Bókaútgáfan Heimskringla,
Reykjavík, 1937, 376 bls.
Allir vinir H. K. L. munu hafa fagnað því, að hann hefir
tekið sig til og gefið út safn af greinum sínum, sem hingað
til hafa verið tvístraðar í blöðum og tímaritum. Sérstaklega
er það mikilsvert fyrir flesta að fá það, sem i blöðin hefir
verið skrifað, því þótt blöðin séu fjársjóður þeim, sem tíma
hafa og nenningu að leita í þeim, þá eru þau fleirum glat-
kista, ekki sízt fyrir hinn ómenningarlega sið, að svikja les-
endur um ársregistur. Eg hafði sjálfur mikið fyrir því í
sumar að hafa upp á ýmsum þeim blaðagreinum, sem hér
eru prentaðar, en fjölda margt hefir Laxness látið liggja af
hinum eldri greinum sínum, enda eru þær sumar ekki merki-
legar frá formsins sjónarmiði, þótt allflestar megi nota sem
efnivið i þroskasögu hans.
En flestar af greinum þeim, sem hér eru prentaðar, eru
mjög vel gerðar og sumar snildarverk, eins og t. d. grein-
arnar um Stephan G. Stephanson og Gunnar Gunnarsson.
Margt af greinunum eru ádeilur, enda tekst Laxness þar upp
með hinn meinhæðna stfl, eins og t. d. í „Þakkarávarpi til
þýzks búnaðarkommissars“. Ekki hvað síztar eru sumar
greinarnar, sem hér koma fyrst fyrir almenningssjónir, eins
og hin harmkýmilega saga um Dr. Sörensen: „Leitin að
sannleikanum“. Einna lélegastar þykja mér sumar sögurnar
úr Suður-Ameríkuleiðangri Laxness.