Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 262
256
Bækur.
IÐUNN
lúterska sálmakveðskapinn eftir siðaskiftin, sem raunar að
allmiklu leyti hefir verið bull alt til vorra daga. S'igurður
virðist engum stakkaskiftum hafa tekið við dóminn. Hann
verður ekki brautryðjandinn í rímnalist, en hann verður
endurbótamaðurinn. Eg hefi orðið nokkuð fjölorður um
rímur alment og Sigurð Breiðfjörð, bæði vegna þess að Sig-
urður hefir merkilega stöðu í bókmentunum og að þetta er
í fyrsta sinn, er oss hlotnast fræðileg útgáfa af rímum sið-
ari alda.
Sigurður próf. Nordal hefir ritað formála á ensku, glögt
yfirlit um rímur og gildi þeirra. Minnist eg ekki að hafa
lesið svo stutta grein, er geti veitt ókunnugum þá innsýn í
jafn-umfangsmikið efni og hér um ræðir, eins og þessi stutti
formáli. Sveinbjörn Sigurjónsson meistari hefir ritað lang-
an, fræðilegan inngang, búið rímurnar undir prentun og
samið skýringar við torskildar vísur. Hefir því mestur þungi
verksins hvílt á herðum honum. Rekur hann æfiatriði Sig-
urðar og setur þau í sem nánust tengsl við skáldskap hans.
Hefir hann grafið upp heimildir, sem áður hafa ekki verið
notaðar, t. d. Lbs. 464, 4to, bréf og handritið að riti Sig-
urðar: Frá Grænlandi, sem hafði verið stytt nokkuð í útgáf-
unni. Þá ræðir hann allýtarlega um skáldskap Sigurðar al-
ment og sýnir fram á áhrif í ljóðum hans með samanburði
við erlend kvæði. Er þar um algerða frumrannsókn að ræða,
enda hefir lítið af verulegu gagni verið ritað um skáldskap
Sigurðar Breiðfjörðs. Mann langar aðeins til að fá að heyra
meira, og Sveinbjörn hefir af mörgu að miðla, því að á bak
við virðast liggja víðtækar rannsóknir og mikil þekking. En
auðvitað hefir hann orðið að stilla öllu í hóf vegna útgáf-
unnar.
Þá gerir hann nákvæman samanburð á verki Florians, er
Sigurður orti út af, og rímunum. Hafði það efni aldrei ver-
ið athugað, fyr en S’igfús dr. Blöndal gerði nokkurn saman-
burð á rímunum og sögunni í Edda 1924 (Et antikt Emne
i islandsk Nutidslitteratur). Ætlar Blöndal, að Sigurður hafi
ekki haft söguna við höndina, er hann orti síðari hluta rímn-
anna. Áður hafði Jón Borgfirðingur getið þess, að sagt hafi
verið, að Sigurður hafi týnt síðari hluta rímnanna og ort
hann upp aftur, er hann kom til íslands. Þessa getgátu Blön-