Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 300
294
Bækur.
IÐUNN
um breytingum. Enn aðrar eru um atvik, sem komið hafa
fyrir sögumennina sjálfa eða hafa gengið svo fárra á milli,
að erfitt er að bera brigður á, að rétt sé með farið, þó að
deila megi um skilning og skýringar þeirra atriða, sem dul-
arfull eru kölluð. Á þessi fræði má líta frá ýmsum sjónar-
miðum. Flestir lesendur munu fyrst og fremst hafa þau sér
til dægrastyttingar, láta sannindi og skýringar liggja milli
hluta, en þykja samt um leið kostur á þeim, að þau opna
einhverja smugu til þess að gægjast inn á svið, sem eru fyrir
utan hversdagslega reynslu. Sumir lesa þau til fróðleiks,
sem heimildir um háttu, trú og smekk þjóðarinnar, og á því
leikur ekki vafi, að þar er saman komið mikið og merkilegt
efni í menningarsögu vora. Og enn eru þeir lesendur, sem
sækjast eftir slíkum sögum, og þá vitanlega þeim, sem bezt
eru vottfestar, sér til sálubótar, til styrkingar þeirri trú, sem
hjátrú nefnist". — Af þessum þrem flokkum lesenda getur
undirritaður vel unað því að vera skipað í hvorn sem er
hinna fyrstu tveggja. En mætti ekki einnig skifta mönnum í
flokka eftir því, hvernig og í hvaða tilgangi þeir færa í let-
ur þessi fræði? Að minsta kosti ein saga í þessu síðasta hefti
Gráskinnu virðist sérstaklega skrifuð fyrir hinn þriðja af
lesendaflokkum próf. Nordals — „til styrkingar þeirri trú,
sem hjátrú nefnist“. Þessi saga er ,,Bæjadraugurinn“, sem
annars er mætavel sögð og skemtilega mögnuð draugasaga.
Gráskinnu mun enginn óska hægs andláts að svo stöddu,
heldur áframhalds og langra lífdaga. Á. H.
Vestfirzkar sagnir. Safnað hefir Helgi
Guðmundsson. 1.—5. hefti. Bókaverzlun Guðm.
Gamalíelssonar. Rvík, 1933—1936.
Af sagnasafni þessu eru nú komin fimm hefti eða fyrsta
bindi. Er það væn bók, nokkuð á fimta hundrað blaðsíður.
— Helgi Guðmundsson hefir valið sér þenna sérstaka lands-
hluta, Vestfirði, til söfnunar. Virðist það ætla að endast
honum vel, því í formála, sem fylgir síðasta hefti, segir hann,
að þetta þykka bindi sé ekki nema lítill hluti þess, er hann
hefir þegar viðað að sér, og gerir ráð fyrir, að útgáfan haldi
áfram. Eru Vestfirðir auðsjáanlega mikil náma slikra sagna.