Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 310
S04 Þegar B. Shaw gekk í heilagt hjónaband. IÐUNN
En svo veiktist Shaw. Árum saman hafði hann misboðið
heilsu sinni, haft misjafna aðbúð og setið við skriftir allar
nætur. Við þetta bættist nú fótarmein, hann varð að fara í
rúmið og lá vikum saman. Þá var það einu sinni, að ungfrú
Townsend kom að vitja um hann. Hana rak í rogastanz, er
hún sá, hve heimili hans var óvistlegt. Sjálf var hún vön vist-
legu heimili, þar sem ekkert skorti. Og dugleg og einbeitt eins
og hún var, lýsti hún því þegar yfir, að héðan yrði hann að
fara — út í sveit. Hún lét ekki sitja við ráðagerðirnar einar,
heldur leigði hús í Surrey, og einn dag mætir hún í eigin per-
sónu hjá Shaw og kveðst vera komin til að sækja hann. Þau
skuli flytja í þetta hús í Surrey, og þar ætli hún að stunda
hann, þar til hann verði heill heilsu. Shaw leizt ekki svo illa
á þessa ráðstöfun í sjálfu sér, en þó var eitt, sem gerði hana
óframkvæmanlega í hans augum. Hún myndi fá óorð af hon-
um, ef þau flyttu þannig saman. Það var nóg til þess, að
hann þverneitaði að fara. Óhugsandi að hann fengist til að
fara upp í sveit og búa þar með ógiftum kvenmanni. Ungfrú
Townsend reyndi að leiða honum fyrir sjónir, hvílík regin-
vitleysa það væri að setja slíkt fyrir sig, en Shaw sat við
sinn keip. Endirinn á deilunni varð sá, að ungfrúin arkaði
af stað til að kaupa leyfisbréf og hringa. En sjálfri hjóna-
vígslunni lýsir Shaw á þessa leið:
Eg mætti á skrifstofu bæjarfógetans höktandi við hækjur,
íklæddur gamalli klæðistreyju, sem hækjurnar voru búnar að
atslíta undir höndunum. Tveir vinir mínir, Graham Wallas
og Henry Salt, voru vígsluvottar. Þeir höfðu báðir klæðst
sínum bezta skrúða í tilefni þessa hátíðlega atburðar. Bæjar-
fógetinn tók mig fyrir einn hinna venjulegu betlara, sem
ávalt eru til staðar við hjónavígslur, og fór hinn rólegasti
að gefa Wallas saman við konuefnið mitt. Þetta gekk eins og
í sögu, þangað til Wallas fór að þykja nóg um allar þær
serimoníur, sem einn ótíndur vígsluvottur eins og hann yrði
að ganga í gegnum. Að lokum skildist honum, að hverju fór,
og á síðasta augnabliki dró hann sig í hlé og lét mér eftir
plássið við hlið brúðarinnar.