Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 294
288
Bækur.
IÐUNN
anburðar-verðmat á bókum eins og sama höfundar, þá er það
varla efamál, að þessi síðari bók bæri sigur af hólmi, þótt
hin að vísu væri allrar athygli verð. Líklega verður ekki sagt,
að þessi sé skemtilegri en hin var, en hún fer nær veruleik-
anum, kunnátta höfundarins er orðin öruggari, hann kann
enn betur en áður að takmarka sig, stilla i hóf og einbeita
orku sinni að ákveðnum listrænum markmiðum. Yfirleitt bera
þessar sögur vitni um slíka einbeitingu á háu stigi. Þær eru
gagnorðar, meitlaðar; höf. leyfir sér enga útúrdúra, heldur
stefnir örugt og krókalaust að því marki, sem hann hefir
sett sér. Stíll hans er sterkur, sérkennilegur, stundum magn-
aður forneskjulegri kyngi, en sjaldan ljóðrænum töfrum. Svo
sérstæður sem hann er í ljóðlistinni, er hann þó enn sér-
stæðari í sagnagerð. Eg held, að það yrði ekki auðvelt að
benda á rithöfund, innlendan eða útlendan, er segja mætti
um, að Jakob Thorarensen hefði lært af honum eða tekið
hann sér til fyrirmyndar í sagnagerð sinni.
J. Th. þekkir persónur sínar út og inn, hefir lifað með þeim
og sett sig í þeirra spor. Hann er sérlega fundvís á þau drama-
tísku augnablilc lífsins, þegar atvikin svifta hversdagsgrim-
unni af andlitunum og hinn innri maður birtist óhjúpaður.
Hann horfir á mennina tortryggum gagnrýni-augum og kím-
ir oft í skeggið að sprikli þeirra og brölti. Stundum verður
kímnin að meinhæðni, og þá er hann miskunnarlaus. Góð-
látleg er kimnin í sögu eins og „Bréfi svarað“, um stúlkuna,
sem svarar bónorðsbréfi manns, sem hún áður hefir ekki
viljað líta við. Höf. verður ekki skotaskuld úr því að leiða
lesandann í allan sannleika um, hvers vegna hún svarar eins
og hún gerir. Góðlátleg er ldmnin líka í næstu sögu: „Of
snemt — of seint“, þar sem höf. varpar skemtilegu skringi-
Ijósi á forvitni fólks um hagi náungans. í þessari sögu leik-
ur hann og skemtilega á lesandann, með því að opna fyrst
agnarlitla glufu inn að leyndardóminum, æsa upp 1 honum
sömu forvitnina og fólkið þjáist af, smá-víkka svo glufuna
og svala forvitninni í smáskömtum, unz alt liggur i skýru
Ijósi að lokum. Miklu naprari og miskunnarlausari er hæðn-
in í sögunni „Ofsi þróunarinnar“, um hinn efnaða kaupmann
Gissur Þorvaldsson, sem mitt í alsælu hveitibrauðsdaganna
fær skyndilega og óvænt á hálsinn heila fjölskyldu, sem hann