Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 71
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
65
þau. Hann sagði svo á eftir, hugsi: „Já, svona var þaS
nú reyndar líka hjá okkur áSur fyr. Okkar þjóðlegustu
tónskáld hófu ekki að endurreisa þjóðlögin og skapa
úr þeim fyr en lögin voru dauð af vörum þjóðarinnar".
Ekki þykir útlendingum híbýlabúnaðurinn smekklegur
í Reykjavík eða yfirleitt á íslandi, og eru þeir hissa á
því, að við skulum ekki leggja rækt við þjóðlegan
skreytingarstíl. Þeim blöskrar að sjá, hvernig Þjóðminja-
safninu er fyrir komið og segja: „Þessi þjóð veit ekki
hvað hún á“. Aftur á móti gremst þeim að sjá í híbýlum
manna hér alt hið ósmekklegasta í svonefndri list, þ. e.
eftirhermu og misþyrmingu listar, sem framleitt er er-
lendis, sbr. ,,postulínshundinn“, sem er kominn á stað
utskorinna muna í stofur fólks. Einnig finst þeim, að
þar sem reynt er að nota þjóðlegan skreytingarstíl, þar
sé stíllinn ekki hreinn, heldur blandaður öllum mögu-
legum smekkleysum og útlendum eftirhermum. Sama
finst þeim um byggingarstílinn, sem í rauninni sé enginn
*il hér. „Er þetta kornhlaða?" spurði einn útlendingur-
lnn, þegar hann sá þjóðleikhúsið, sem annars er vafa-
laust eitt af fallegustu húsum í Reykjavík. Þeir viður-
kenna, að mikilsvert sé, að ríkið styðji listamenn, en
þegar nefndar eru upphæðirnar, sem til þess eru veittar,
þá blöskrar þeim. Enn meir blöskrar þeim að sjá, að
Eér sé enn engin skipulagsbundin starfsemi fyrir listirnar
•sjálfar, sem þó náttúrlega hljóti að vera aðalatriðið frá
sjónarmiði stjórnarvaldanna, því að rækt listanna sé
lyrir almenning, kjósendurna, fremur en fyrir einstaka
listamenn. Þeir segja, að við byrjum hér á öfugum enda
tnálanna, t. d. með því að fara strax að reisa þjóðleik-
úus, án þess að nokkuð verulegt sé gert fyrir leiklistina
sjálfa, sem megi þó undirbúa og þjálfa í þeim húsum,
-sem fyrir eru.
IÐUNN XX k