Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 267
ÍÐUNN
Bækur.
261
binda, sem nú eru komin af Ritum Jónasar. Alþýðu manna,
sem aðeins þekti Jónas af kvæðabók hans, mun hafa komið
það á óvart, hve mikið lá eftir hann, þegar öll kurl koma til
grafar. Án þess að vita það með vissu, þá geri eg ráð fyrir,
að svo megi það heita i þessari útgáfu. Hér eru í I. bindi Ijóð-
mæli, smásögur o. fl., í II. sendibréf, umsóknir o. fl., í III.
dagbækur, yfirlitsgreinar o. fl., í IV. ritgerðir, jarðfræðileg-
ar og landfræðilegar o. fl., og loks í V. smágreinar náttúru-
fræðilegs efnis, æfisaga, o. fl. Er þannig alt lesmál í þessum
fimm vænu bindum eftir Jónas sjálfan, nema æfisagan, sem
Matthías hefir skrifað (189 bls. þéttprentaðar, 200 bls. með
viðaukum). Eftir er a. m. k. eitt stórt bindi með athugasemd-
um við öll bindin, eflaust mikið verk og merlcilegt. En það er
óþarfi að spá nokkru um það. Betra að snúa sér að því, sem
þegar liggur frammi fyrir almenningi. Þótt eg viti það ekki
með vissu, þá þykir mér ekki líklegt, að mörg af fræðiritum
Jónasar hafi annað en sögulegt gildi fyrir nútíðina, auk þess
ljóss, sem þau bregða yfir áhugamál hans sjálfs og störf. í
því tilliti eru þau alveg eins merk eins og önnur bréf hans,
sem persónulegri kunna að þykja og þess vegna skemtilegri.
En mörg bréf hans eru eigi aðeins skemtilegar heimildir um
hann sjálfan, æfi hans og öld hans, heldur líka merkilegar
heimildir islenzkri bókmentasögu. Strax í skóla er málið á
bréfum hans „svo nýtízkulegt, að það gæti orðalagsins vegna
verið hundrað árum yngra“, segir Matthías, og það með réttu.
Væri það bæði merkilegt og skemtilegt viðfangsefni að fylgja
þróun íslenzks sundurlauss máls í bréfum frá tímamótum
átjándu og nítjándu aldar, tímamótum, sem raunar verða ekki
skörp fyrri en um 1830, með tilkomu Jónasar og félaga hans.
En i bréfum Jónasar má finna bæði hinn einfalda stíl alvar-
legs máls og skopstílinn, sem síðan gerðist svo tíður í bréfum
manna, eins og t. d. Gröndals, Eiríks Magnússonar og Matthí-
asar Jochumssonar.
Á kvæði Jónasar þarf ekki að minnast, þau þekkja allir;
án þeirra hefði ekkert þessara fimm binda verið gefið út.
Þá er æfisagan. Hún er nákvæmt verk, þar sem Jónasi er
fylgt frá vöggu til grafar, eftir því sem heimildirnar leyfa.
Þessar heimildir eru, auk rita Jónasar sjálfs, fyrst og fremst
bréf Tómasar Sæmundssonar, æfiminningar Páls Melsteds,